Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 195
ANDREW D. HIGSON
194
undir ólíkum sögulegum kringumstæðum.5 Þessi þjóðarbíó hafa gegnt ólíku
hlutverki gagnvart ríkinu. Þau hafa staðið í breytilegu sambandi við Holly-
wood. Mismunandi fullyrðingar hafa litið dagsins ljós um þýðingu þeirra.
Þau beita fyrir sig ólíkum formrænum og greinafræðilegum aðferðum. Þau
eru „þjóðleg“ bíó með margbreytilegum hætti. Andspænis slíkum fjölbreyti-
leika kann stök og heildstæð allsherjarkenning síður að koma að gagni en
afmarkaðar sögulegar rannsóknir á tilteknum kvikmyndum. Hvernig hafa
tiltekin þjóðarbíó verið skilgreind sem slík, til dæmis? Í hvaða sögulegu að-
stæðum hefur skilningur á þeim sem þjóðarbíóum þróast? Hvernig hafa
stjórnmálamenn, atvinnugreinasambönd, dreifingaraðilar, gagnrýnendur,
sagnfræðingar, blaðamenn og áhorfendur aðgreint eitt þjóðarbíó frá öðru?
Hvernig hefur ákveðinn hópur mynda eða tilteknir efnahagslegir innviðir
fest sig í sessi sem aðgreinanlegt þjóðarbíó? Hvaða kvikmyndalegu áherslur
eða hefðir sem greina má innan ákveðins þjóðlands hafa öðlast viðurkenn-
ingu sem réttmætir hlutar af þjóðarbíóinu? Hvernig hafa sérstök stefnumál
eða starfshættir verið virkjaðir í nafni tiltekinna þjóðarbíóa?
Enda þótt þetta séu vissulega mikilvægar spurningar, og þrátt fyrir að
ég hafi leitast við að bregðast við sumum þeirra á öðrum vettvangi, langar
mig engu að síður til að beina sjónum að hinum almennari og teóretískari
hliðum viðfangsefnisins.6 Í fyrsta lagi vil ég skoða á nýjan leik hugmyndina
um að hin nútímalega þjóð, svo vísað sé til kenninga Benedicts Andersons,
sé ímyndað samfélag (e. imagined community).7 Þá myndi ég í öðru lagi vilja
endurskoða þá viðteknu hugmynd að hið „þjóðlega“ sé sjálfbær og vand-
lega afmörkuð upplifun. Þar myndi ég sérstaklega færa rök fyrir því að hug-
myndin um hið „þverþjóðlega“ kunni að bjóða upp á nákvæmari leið til að
lýsa þeim menningarlegu og efnahagslegu formgerðum sem sjaldnast láta
afmarkast af landamærum þjóðríkisins. Í þriðja lagi langar mig til að skoða
röksemdafærslu Johns Hills þess efnis að hugmyndin um þjóðarbíó sé opin-
5 Stephen Crofts, „Reconceptualising National Cinema/s“ og Stephen Crofts, „Con-
cepts of National Cinema“, The Oxford Guide to Film Studies, ritstj. John Hill og
Pamela Church Gibson, Oxford: Oxford University Press, 1998.
6 Ég fjalla um aðferðir til að sníða breska bíóinu þjóðarbíósstakk í Andrew D. Hig-
son, Waving the Flag, og English Heritage, English Cinema: Oxford: Oxford Uni-
versity Press, 2001. Andrew D. Higson og Richard Maltby skoða þróun evrópu-
svæðisbundins og þverþjóðlegs bíós á þriðja og fjórða áratugi tuttugustu aldarinnar í
Film Europe and Film America: Cinema, Commerce and Cultural Exchange, 1920-1939,
ritstj. Andrew D. Higson og Richard Maltby, Exeter: Exeter University Press, 1999.
7 Benedict Anderson, Imagined Communities: Reflections on the Origins and Spread of
Nationalism, London: Verso, 1983.