Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 53
GuNNAR TómAS KRiSTóFERSSoN
52
verið afar umhugað um mikilvægi þessa nýja miðils fyrir landkynningu og
fannst miður að Nöggerath hafi komið of seint til að kvikmynda hvalveiðar
Norðmanna við landið sem og ferðamannaflokka sem hefðu getað dregið
fleiri áhugasama ferðamenn til landsins.30 Greininni um komu Nöggeraths
lýkur á kunnuglegum orðum um landkynningargildi miðilsins:
Það er enginn efi á því, að væri slíkar myndasýningar frá Íslandi
haldnar almennt og víðsvegar um heim, mundu þær stórum geta
stuðlað að því, að ferðamannastraumurinn til landsins ykist, og
gæti það þá jafnvel verið umtalsmál, að landsmenn sjálfir styddu að
því á einhvern hátt, að myndir af þessu tagi gætu komið fram sem
fjölhæfilegastar og bezt valdar.31
Nöggerath var sonur eins helsta frumkvöðuls kvikmyndasýninga í Hollandi,
en faðir hans, Franz Anton Nöggerath eldri (1859-1908), var eigandi Flora,
vinsælasta tónlistarhúss Amsterdam. Fyrstu kvikmyndasýningar í sögu Hol-
lands voru haldnar þar í október 1896, aðeins rúmu hálfu ári eftir frumsýn-
ingu Lumiére-bræðra í parís.32 möguleikar nýja miðilsins fóru augljóslega
ekki framhjá Nöggerath eldri og hélt hann áfram að blanda kvikmyndum
inn í skemmtanir sínar í Amsterdam.
árið 1897, eftir að hafa gert samning við eitt stærsta kvikmyndadreif-
ingarfyrirtæki Evrópu, Warwick Trading Company, sendi Nöggerath son
sinn og nafna til að nema kvikmyndagerð við fyrirtækið á Englandi. Nögge-
rath yngri fékk þar fjölda verkefna við gerð heimildamynda sem og leikinna
og var meðal annars sendur til Íslands til að taka lifandi myndir á þessari
afskekktu eyju norður í hafi árið 1901.33 Ferðalag Nöggeraths til Íslands var
sprottið upp úr miklum áhuga kvikmyndagerðarmanna og almennings á að
upplifa framandi staði og menningu á hvíta tjaldinu.34
30 Eggert Þór Bernharðsson, ,,Landnám lifandi mynda“, bls. 818.
31 ,,Nýjar myndasýningar“, bls. 179.
32 ivo Blom, ,,Chapters from the Life of a Camera operator: The Recollections of
Anton Nöggerath - Filming News and Non-fiction, 1897-1908“, Film History, 11.
árgangur, nr. 3, ritstj. Gregory A. Waller, Bloomington: indiana university press,
1999, bls. 262-281, hér bls. 263.
33 ivo Blom, ,,Chapters from the Life of a Camera operator“, bls. 264.
34 Sérstakur flokkur slíkra mynda nefndist Íslandsmyndir, en Íris Ellenberger fer ítarlega
í sögu þeirra og áhrif á íslenska menningu í bókinni Íslandskvikmyndir 1916-1966:
Ímyndir, sjálfsmynd og vald. Samkvæmt Írisi var mikill áhugi erlendis á hinu framandi
norðri og allt frá fyrstu varðveittu Íslandsmyndum sem finna má á Kvikmyndasafni
Íslands frá árinu 1916 má sjá sömu eða svipaðar áherslur í framsetningu landsins. Sam-