Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 63
GuNNAR TómAS KRiSTóFERSSoN
62
Þrátt fyrir framtakssemi Íslendinga við kvikmyndasýningar voru heim-
sóknir erlendra aðila ekki úr sögunni. árið 1905 var t.d. minnst á heim-
sókn Norðmanns frá Flekkebjærg til Akureyrar og látið vel af kvikmynda-
sýningum hans.76 Annar Norðmaður sem Eggert minnist á í sinni grein, C.
Köpke, kom til Reykjavíkur ári síðar á vegum Nordisk Biograf co. og sýndi
myndir í iðnó, áður en hann ætlaði til Seyðisfjarðar að festa komu sæsímans
á filmu.77 Af þeim upptökum hefur ekkert spurst, hvorki var minnst á að
hann hafi verið að mynda á Seyðisfirði í fréttum af sæsímanum né finnast
þessar myndir auglýstar í norskum dagblöðum frá þessum tíma.78
Sumarið 1906 sendi danski kaupmaðurinn Frederik Warburg hingað
til lands kvikmyndatökumanninn og trésmiðinn Alfred Lind til að koma
nýju kvikmyndahúsi á fót og sýningarvélunum af stað. Bakhjarl Reykjavíkur
Biograftheater, Frederik Warburg, var danskur kaupmaður en hann hafði
sérstaklega sterka tengingu við Ísland. Frá því að hann var unglingur hafði
hann unnið fyrir verslunina Thor. E. Tulinius og co. sem Íslendingurinn
og stórkaupmaðurinn Þórarinn Tulinius stofnaði.79 Við stofnun Reykja-
víkur Biograftheater var Warburg orðinn verslunarfélagi í fyrirtækinu og í
gegnum þessi sterku tengsl við Ísland var engin tilviljun að Reykjavík yrði
fyrir valinu fyrir stofnun kvikmyndahúss.
Jensson lét á sér bera í íslensku samfélagi á þessum árum og var sá yfirdómari í
Reykjavík og fyrrum alþingismaður og bæjarfulltrúi sem hafði blandað sér í heima-
stjórnarmálið og því mögulegt að með greininni hafi verið að gera grín að honum
sem aðrir hafi síðan tekið óstinnt upp og mótmælt. ,,Jón Jensson“, Alþingismanna-
tal: Æviágrip þingmanna frá 1845, sótt þann 29. 02. 2017 af http://www.althingi.is/
altext/cv/is/?nfaerslunr=308.
76 Norðurland, 26. 08. 1905, bls. 199.
77 Ísafold, 18. 08. 1906, bls. 214, og Eggert Þór Bernharðsson, ,,Landnám lifandi
mynda“, bls. 804.
78 á meðan hann var enn í Reykjavík sýndi Köpke mynd frá krýningu Hákonar konungs
í Þrándheimi, sem er í raun ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Franz Anton
Nöggerath yngri var einmitt viðstaddur þann viðburð og tók hann upp á vegum
manns sem Nöggerath kallaði Herra Krause. Ekki er vitað hvort myndin sem sýnd
var í Reykjavík hafi verið upptaka Nöggeraths, þó það geti ekki talist sérlega lík-
legt enda margir sem mynduðu krýninguna. Til frekara gamans má geta að þetta
er sami Hákon og Hannes Þorsteinsson sá giftast maude prinsessu af Wales á kvik-
myndasýningu í London 10 tíu árum fyrr. upptökur af viðburðinum hafa varðveist
og má finna þær á YouTube undir: ,,Kronigen av kong Haakon Vii av Norge for
106 aar siden“, á þessari slóð https://www.youtube.com/watch?v=uS4vvuAVyQ0,
sem og undir ,,Konigsferden“ á þessari slóð https://www.youtube.com/watch?v=-
m6iRidBSWDk. Ísafold, 04. 08. 1906, bls. 200. ivo Blom, ,,Chapters from the Life
of a Camera operator“, bls. 274-275.
79 Ísafold, 22. 11. 1913, bls. 268.