Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 161
SiGRÚn MaRGRéT GUðMUndSdóTTiR
160
Lýsingin hér á undan minnir á reynslu Bjargar í Húsinu. Áfallið birtist í
einkennum sem þessum, einkennum sem hún getur ekki sett í röklegt sam-
hengi. Ennþá síður getur hún miðlað reynslunni sem hún finnur fyrir innra
með sér. Það sést meðal annars þegar hún sýnir Pétri mynd af pabba sínum
og segir „ég veit ekki hvaða maður þetta er“. Í framhaldi lýsir hún líkam-
legum ónotum, „[m]ér er búið að líða svo illa upp á síðkastið“. Þó að í Hús
inu sé enginn eiginlegur draugur er trámað eyða sem bæði áhorfendur og
Björg skálda draug inn í. Hún kemst ekki út úr áfallinu í tvennum skilningi.
Hún er bæði bundin húsinu sem vekur trámað til lífsins og líkamanum sem
hrærir við líkamlegum einkennum þess.
Svo virðist sem tilteknir staðir geti hrint trámaminningum af stað. Berg-
ljót Soffía Kristjánsdóttir segir í áðurnefndri grein sinni að „[ö]fugt við ann-
að minni [sé] áfallaminni […] brotakennt – bundið stökum hugsýnum, lykt
eða hljóði af tiltekinni gerð, ákveðnum skynjunum, hugarástandi o.s.frv. – og
umhverfið vekur upp minningar um áfallið þegar það tengist þessum afmörkuðu
atriðum“.83 vera Bjargar í húsinu hrindir af stað áfallinu sem hún varð fyrir
í æsku, þess vegna getur hún hvorki raðað myndunum sem birtast henni í
draumi og vöku í tímaröð né skilið hvað tilfinningarnar sem hún upplifir
merkja, líkt og fram hefur komið. Skilaboðin komast ekki frá möndlu til
heilabarkar og eru þar af leiðandi eins og eyða í minni hennar. Hún þekkir
ekki sögu sína og situr þannig föst í draugahúsinu – í heilabúinu á sjálfri sér.
Til þess að losna þarf Björg að reyna að feta óljósa slóð sem liggur að æsku-
heimilinu – í tíma fremur en rúmi – eins og barn í ævintýri sem fetar sig eftir
brauðmolaslóð.84
Björg segir börnunum í Heyrnleysingjaskólanum söguna af Hans og
Grétu á táknmáli og teiknar piparkökuhúsið á töflu um leið og hún segir
„fyrir framan þau var allt í einu stórt og fallegt kökuhús.“ Sagan er sem fyrir-
boði um þann hrylling sem í hönd fer því skömmu síðar berst Björgu sím-
implications of neuroimaging Studies“, Annals New York Academy of Sciences, 821:
21/1997, bls. 99–113, hér bls. 99 [skál. mín].
83 Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, „óvistlegar herbergiskytrur. Um rými og annan
hluta bókarinnar Af manna völdum“, bls. 129. [skál. mín].
84 völundarhúsið er einkenni á reimleikahúsamyndum og -sögum og er gjarnan tengt
því hvernig Hans og Gréta reyna að feta slóðina heim til sín. Í The Shining segir
Wendy t.d. þegar verið er að sýna þeim Overlook hótelið: „Þessi staður er svo ógur-
legt völundarhús að mér finnst eins og ég þurfi að skilja eftir mig slóð af brauð-
molum í hvert sinn sem ég kem inn“. Stephen King, The Shining [mobi], London:
new English Library, 2001, bls. 102. Í kvikmyndaaðlögun Stanleys Kubrick er völ-
undarhúsið svo raungert í hótelgarðinum, þar sem Jack Torrance frýs inni að lokum.