Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 229
HJALTI HugASOn
228
og jöfnuðar standi í neinum augljósum tengslum við siðbótina eða að þróun
þess verði rakin til Lúthers sérstaklega, öfugt við það sem gengið er út frá
samkvæmt kirkjulega viðhorfinu sem svo hefur verið nefnt hér.83
Breytti siðbótin stöðu kvenna?
Jöfnuður í samfélagi er af ýmsu tagi: jöfnuður milli einstaklinga, jöfnuður
milli stétta og jöfnuður milli kynja. Í samfélagi valdsstéttanna þriggja ríkti
ekki jöfnuður á tveimur fyrrnefndu sviðunum. Ljóst er líka að jöfnuður ríkti
ekki milli kynjanna í samfélagi fyrri tíma. Þó er áhugavert að kanna hvaða
áhrif siðbót Lúthers kann að hafa haft á stöðu kvenna. En oft hefur verið
litið svo á að hún hafi fremur versnað með siðaskiptum m.a. vegna þess að
þá lögðust klaustur af og möguleikum kvenna á fullgildum samfélagshlut-
verkum utan hjónabands fækkaði þar með.84
Bent hefur verið á að kynjarannsóknir og þá ekki síst á norðurlöndum
hafi einkennst af svokallaðri trúarblindu sem hafi ekki síst falist í að ekki
hafi verið tekið nægilegt tillit til kenningar Lúthers um köllun kvenna og
samfélagslegt hlutverk þeirra.85 upp á síðkastið hefur einnig verið bent á að
margar konur voru virkar í siðbótarhreyfingunni í upphafi ekki síst þær sem
stóðu leiðtogunum næst. Aftur á móti dró stórum úr áhrifum kvenna þegar
hin upphaflega siðbótarhreyfing þróaðist yfir í lútherska kirkjustofnun. Þá
er ljóst að hugmyndir Lúthers um kyngervi og hlutverk kynjanna voru á
hefðbundnum nótum. Hann opnaði þeim t.a.m. ekki leið að prestshlutverk-
inu þótt skilningur hans á því hafi verið á mun praktískari nótum en verið
hafði.86 Í heild má líklega slá því föstu að breytingarnar sem siðbótinni voru
samfara hafi ýmist haft jákvæð eða neikvæð áhrif á félagsstöðu kvenna eftir
því um hvaða þætti er að ræða hverju sinni.
83 Sjá Karl Sigurbjörnsson, Lúther, bls. 86.
84 Margrét Eggertsdóttir, „„Í blíðum faðmi brúðgumans“: Hlutur kvenna í trúarlegum
kveðskap á sautjándu og átjándu öld“, Konur og kristsmenn: Þættir úr kristnisögu
Íslands, ritstj. Inga Huld Hákonardóttir, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1996, bls. 165–
189, hér bls. 167–168.
85 Arnfríður guðmundsdóttir og Kristín Ástgeirsdóttir, „Inngangur“, Kvennabarátta
og kristin trú, ritstj. Arnfríður guðmundsdóttir o.a., Reykjavík: JPV útgáfa, 2009,
bls. 9–14, hér bls. 10.
86 Arnfríður guðmundsdóttir, „Lúther og konurnar: um áhrif siðbótar Marteins
Lúthers á líf kvenna“, Kvennabarátta og kristin trú, ritstj. Arnfríður guðmundsdóttir
o.a., Reykjavík: JPV útgáfa, 2009, bls. 15–60, hér bls. 15–44. Þórunn Sigurðardóttir,
„„Dyggðafull kona er ein eðla gáfa“: Menningarleg mótun kyngervis á 17. öld“,
Áhrif Lúthers: Siðaskipti, samfélag og menning í 500 ár, ritstj. Hjalti Hugason o.a.,
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2017, bls. 337–366, hér bls. 338–341.