Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 17
BJöRN ÞóR VILHJÁLmSSON
16
innar, en viðtökufræðileg áhersla liggur í gegnum hana alla.
Þriðja sögulega greinin í þessu hefti Ritsins er „„Taumlaust blóðbað án
listræns tilgangs“: Íslenski bannlistinn og Kvikmyndaeftirlit ríkisins“ eftir
Björn Þór Vilhjálmsson. Ritskoðun kvikmynda á sér nærri því jafn langa
sögu og kvikmyndamiðillinn sjálfur, en þegar hugað er að sögu eftirlits með
kvikmyndum á Íslandi er engu að síður hætt við að röð atburða á níunda
áratug síðustu aldar veki sérstaka athygli. Kvikmyndaeftirliti ríkisins var þá
í fyrsta sinn veitt lagaumboð til að banna kvikmyndir og var um leið skorin
upp herör gegn ákveðinni tegund af „ofbeldismyndum“; kvikmyndum sem
þóttu misbjóða almennu siðgæði með sýningum á hroðaskap, fúlmennsku
og níðingsverkum. Björn Þór fjallar um tilkomu bannlistans, viðhorfin sem
lágu banninu til grundvallar, lögreglurassíurnar í kjölfarið og setur í sam-
hengi við sögu tortryggni í garð kvikmynda og siðferðisfár fyrri tíðar, auk
þess sem lagasetningin sjálf um bann við ofbeldismyndum er tekin til skoð-
unar og fjölmiðlaumræðan í aðdraganda þeirra.
Í fjórðu og síðustu greininni sem fellur undir þema heftisins fjallar Sig-
rún margrét Guðmundsdóttir um Húsið eftir Egil Eðvarðsson, en líkt og
áður hefur verið getið er þar á ferðinni fyrsta íslenska hrollvekjan í fullri
lengd. Sigrún beinir sjónum sérstaklega að hugmyndinni um reimleikahúsið,
híbýli sem með einhverjum hætti eru undirorpin illum öflum eða reynast
hreinlega vera raungerving þeirra. Sigrún bendir á að reimleikahúsið sé í
senn grafreitur gotneskra leyndarmála og staður sem veitir leyndarmál-
unum rými til að lifna við, og ásækja lifendur. Þá er Húsið sett í samhengi við
bókmennta- og kvikmyndahefðina og lykilverk reimleikahúsagreinarinnar
á borð við The Haunting of Hill House (1959) eftir Shirley Jackson og The
Shining (1977) eftir Stephen King eru notuð til að kortleggja frásagnarlegar
útlínur hennar og helstu áherslur. Samhliða því er mynd Egils skoðuð í ljósi
þeirrar hefðar reimleikahúsakvikmynda sem nutu vinsælda og voru áberandi
á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, en þar má nefna Rosemary’s Baby
(Roman Polanski, 1968), The Amityville Horror (Stuart Rosenberg, 1979),
og svo auðvitað kvikmyndaaðlögun Stanley Kubrick á skáldsögu Stephen
King, The Shining (1980). Undirliggjandi viðfangsefni Sigrúnar margrétar
í greininni er hvernig reimleikahúsið í kvikmynd Egils birtir tráma aðal-
persónunar, og nálgast hún trámahugtakið með hliðsjón af nýlegum rann-
sóknum geðlæknanna Bessel van der Kolk og Onno van der Hart.