Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 307
DAvÍð G. KRISTInSSOn
306
ig færist sjónarhornið frá almennari spurningu Davies – hvað þarf til að
fólk rísi upp? – yfir á afmarkaðri vangaveltur um það hvort auknar líkur
séu á þátttöku í mótmælunum meðal þeirra sem telja sig hafa tapað meiru
í hruninu en aðrir. Jón Gunnar o.fl. telja sennilegt að þetta eigi einmitt við
um hrunið hérlendis: „Aðstæður á Íslandi eru sérstaklega líklegar til að ýta
undir að einstaklingar beri saman hvort kreppan hafi valdið þeim meiru tjóni
en öðrum Íslendingum. […] þar eð félagslegur hreyfanleiki, trú á jöfn tæki-
færi og menningareinsleitni eru hér fremur útbreidd, stuðlar íslenskt sam-
félag að óheftum félagslegum samanburði á grundvelli þjóðareiningar.“136
Jón Gunnar lagar þannig kenningu Davies að íslenskum aðstæðum með
áhugaverðum hætti og setur fram eftirfarandi tilgátu: „Ég prófa hvort upp-
lifað fjárhagstjón hafi greinileg aukin áhrif á mótmælaþátttöku og stuðning
við mótmæli, telji einstaklingar að kreppan skaði þá meira en aðra.“137
Í samanburði við þessa tilgátu kann önnur tilgáta Jóns Gunnars að virð-
ast augljósari: „Ég vænti þess að vinstri hugmyndafræði og samsömun við
vinstriflokka segi klárlega fyrir um aukna þátttöku í íslensku mótmælunum
og aukinn stuðning við þau“.138 Eflaust kæmu þessi tengsl mörgum utan
fræðasamfélagsins, sem hafa einhverja innsýn í litróf stjórnmálanna, lítt á
óvart en Jón Gunnar o.fl. byggja væntingar sínar m.a. á fyrri rannsóknum.
Þannig hafi „erlendar rannsóknir leitt í ljós […] að þátttakendur í mótmælum
[eru] líklegri til þess að aðhyllast stjórnmálaviðhorf af vinstri væng stjórn-
málanna“.139
Meginniðurstaða Jóns Gunnars o.fl. dregur vart úr fordómum hugs-
uða í garð tölfræðinnar: Tilgátan sem virtist augljós er staðfest en fylgnin
í tilgátunni sem kemur langsóttari fyrir sjónir reynist í fljótu bragði veik:
„vinstrisinnuð viðhorf […] spá sterklega fyrir um mótmælaþátttöku á
meðan að fjárhagslegur mótbyr hafði óveruleg áhrif á þátttöku.“140 Það er
2009. The Role of Perceived Economic Loss and Political Attitudes in Protest
Participation and Support“, Mobilization. An International Quarterly 2/2015, bls.
231–252, hér bls. 232.
136 Berglind Hólm Ragnarsdóttir, Jón Gunnar Bernburg og Sigrún Ólafsdóttir, „The
Global Financial Crisis and Individual Distress. The Role of Subjective Comparis-
ons after the Collapse of the Icelandic Economy“, Sociology 4/2013, bls. 755–775,
hér bls. 760.
137 Jón Gunnar Bernburg, „Economic Crisis and Popular Protest in Iceland, January
2009“, bls. 235.
138 Sama rit, bls. 237.
139 Jón Gunnar Bernburg o.fl., „Hverjir tóku þátt í Búsáhaldabyltingunni?“, bls. 107.
140 Jón Gunnar Bernburg og Anna Soffía víkingsdóttir, „Political Opportunity, Fram-
ing, and Mobilization in Iceland’s Post-Crash Protests“, Iceland’s Financial Crisis.