Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Qupperneq 143
SiGRÚn MaRGRéT GUðMUndSdóTTiR
142
„Tveggja hæða hús á besta stað í bænum“
Í reimleikahúsafrásögnum er það lykilatriði að læsa sögupersónur svo rækilega
inni í húsum að þær eigi sér ekki undankomu auðið. Þetta er gert með ýmsu
móti, til dæmis með bágum fjárhag fjölskyldunnar. Þó að auraleysi Bjargar og
Péturs sé kannski ekki innilokandi afl í kvikmyndinni á Húsið ýmislegt sameig-
inlegt með þeim reimleikahúsafrásögnum sem nota efnahagslegar þrengingar
til að króa persónur af, líkt og í Amityville Horror, sem að viti Stephens King
er hrollvekja um fjárhagsstöðu bandarísku millistéttarinnar.24
Það er karlmaðurinn sem bindur fjölskylduna verðandi við húsið í kvik-
mynd Egils Eðvarðssonar, eins og George Lutz í fyrrnefndri Amityville
Horror og Jack Torrance í The Shining. Pétur er sá sem finnur húsið – eða
kannski er það húsið sem finnur hann? Áhorfendur eru kynntir fyrir að-
stæðum Bjargar og Péturs strax í fyrsta atriði myndarinnar. Parið er að skoða
íbúð sem því finnst „köld, óvistleg og [með] fúkkalykt“.25 veran hjá Unni
frænku Bjargar er kæfandi að mati Péturs sem finnst „allt í kringum [hann]
vera eitthvað gamlar kerlingar, þras og leiðindi“ sem veldur því að hann getur
nánast ekkert unnið að tónsmíðinni. Björg og Pétur eru nánast úrkula vonar
um að finna eigið húsnæði, enda „ekkert að fá [og þau] búin að leita í meira
en mánuð“. aðstæður unga fólksins koma heim og saman við að á áttunda
áratugnum og fram á fyrstu ár þess níunda ár var mikill skortur á leiguhús-
næði í Reykjavík.26 Úr sjónvarpinu heima hjá gömlu frænku hennar Bjargar
óma jafnframt fréttir af bágum lífsgæðum og hækkandi sköttum: „láglauna-
stefnu ríkisstjórnarinnar […] á þessum tímum versnandi lífskjara“. auk þess
bætist við þrýstingur frá samfélaginu þegar Ása vinkona Péturs – sem virðist
reyndar vera eitthvað aðeins meira en vinkona – segir „það er ekki eins og
24 Stephen King, Danse Macabre [mobi], bls. 168. Lutz-fjölskyldan kaupir stærðarinnar
hús í amityville og greiðir fyrir það hlægilegt verð vegna þess að maður myrti þar
fjölskylduna sína fyrr. Lutz-fjölskyldan áttar sig á því að það er reimt í húsinu en
getur sig hvergi hrært því hún hefur bundið allt sitt í því – og húsið étur bókstaflega
upp peninga fjölskyldunnar. Fjölskyldufaðirinn leggur sitt af mörkum til að halda
fólkinu sínu í heljargreipum hússins. Það sama er uppi á teningnum í The Shining,
þar sem Jack Torrence aðstoðar Overlook hótelið við að halda eiginkonu hans og
syni föngnum. Þar skiptir bágur efnahagur ekki síst máli, en Jack er nýorðinn at-
vinnulaus þegar sagan hefst og starf umsjónarmanns á hótelinu síðasti möguleiki
fjölskyldunnar á skjóli.
25 Húsið, leikstj. Egill Eðvarðsson, Reykjavík: Saga Film, 1983.
26 Sjá t.d. ó.v., „822 umsóknir um leiguíbúðir í borginni“, Dagblaðið, laugardagur
3. desember 1977, bls. 7; Einar ólafsson, „Ekki hin hliðin á húsnæðisvandanum“,
Dagblaðið, 24. ágúst 1981, bls. 3; Hulda valtýsdóttir, „Hin félagslegu öfl“, Lesbók
Morgunblaðsins, 8. maí 1982, bls. 10.