Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 7
BJöRN ÞóR VILHJÁLmSSON
6
arlíf íslenskra ungmenna til umfjöllunar með hreinskiptari hætti en dæmi
voru lengi um.10
Blómlegt skeið og rætur þess
Það er því full ástæða til að telja umhverfi samtímakvikmyndagerðar á Ís-
landi blómlegt, líkt og aðsóknartölur (í mörgum tilvikum) og gott gengi
nýlegra mynda á erlendri grundu eru vitnisburður um. Samhliða auknum
sýnileika á alþjóðlegum vettvangi hefur á liðnum árum umtalsverð fram-
leiðsluaukning átt sér stað í gerð leikins efnis bæði fyrir sjónvarp og kvik-
myndahús. Framundir árþúsundamótin þurfti ekki endilega að koma á óvart
ef aðeins ein, tvær eða þrjár kvikmyndir litu dagsins ljós á ári en síðastliðna
tvo áratugi heyrir það til undantekninga ef ekki eru frumsýndar fimm til sex
nýjar íslenskar myndir á ári, og stundum nokkru fleiri.11
Skýringar á ganginum á íslenskri kvikmyndagerð á umliðnum tveimur
áratugum eru auðvitað margþættar. Ekki er þó ósennilegt að lög sem tóku
gildi árið 1999 um endurgreiðslur vegna hérlendrar kvikmyndagerðar marki
ákveðin vatnaskil í því samhengi, enda slógu lögin nýjan tón í afstöðu hins
opinbera til kvikmyndaframleiðslu. Kveðið var á um að ákveðið hlutfall
framleiðslukostnaðar sem til fellur við gerð kvikmynda og sjónvarpsefnis sé
og þáttaraðarinnar var opnaður vefur þar sem hluti af efninu sem Hrafn-
hildur vann úr er gert aðgengilegt auk upplýsinga og fróðleiks af ýmsu tagi,
http://svonafolk.is/. Sjá hér einnig Sólveig Johnsen, „Svona fólk“, Hugras.is, 4.
febrúar 2019, sótt 12. september 2019 af http://hugras.is/2019/02/svona-folk/.
10 Björn Þór Vilhjálmsson, „Spjall við Baldvin Z“, Hugras.is, 3. október 2018, sótt 12.
september 2019 af http://hugras.is/2018/10/spjall-vid-baldvin-z/. Sólveig Johnsen,
„Lof mér að falla“, Hugras.is, 20. september 2018, sótt 12. september 2019 af http://
hugras.is/2018/09/lof-mer-ad-falla/.
11 Árið 1986 voru aðeins tvær íslenskar myndir frumsýndar, Eins og skepnan deyr eftir
Hilmar Oddsson og Stella í orlofi í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Árið eftir
var aðeins ein ný íslensk kvikmynd tekin til sýninga, Skytturnar eftir Friðrik Þór
Friðriksson. 1988 voru myndirnar aftur orðnar tvær (Foxtrot eftir Jón Tryggvason
og Í skugga hrafnsins eftir Hrafn Gunnlaugsson) og sama gilti um 1989 (Kristnihald
undir Jökli eftir Guðnýju Halldórsdóttur og Magnús eftir Þráinn Bertelsson). Til
samanburðar má nefna að þrjár íslenskar myndir voru frumsýndar árið 1980 (áður-
nefndar myndir kvikmyndavorsins) og sami fjöldi árið 1981 (Útlaginn eftir Ágúst
Guðmundsson, Jón Oddur & Jón Bjarni eftir Þráinn Bertelsson og Punktur punktur
komma strik eftir Þorstein Jónsson). Á árunum 1982 til 1984 voru fjórar íslenskar
myndir frumsýndar á ári og 1985 voru þær sex. Árin 1990, 1991, 1993 og 1994 voru
það aftur tvær nýjar íslenskar myndir sem litu dagsins ljós. Árin 2010, 2011, 2013 og
2014 voru þær hins vegar tíu. Sjá nánar um þetta í skýrslu Hagstofunnar, „Tíundu
hverri íslenskri langri leikinni kvikmynd leikstýrt af konu“.