Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 318
FRæðAMöRK
317
upp er staðið er einungis glímt við þær síðarnefndu“.185 Teorell gagnrýnir
þá „tilhneigingu að boðandi og lýsandi kenningar ‚spretti fram úr fræða-
skrifum sem oftast fara aðskildar brautir og vita sjaldnast hver af öðrum‘
[…]. Markmiðið […] er að herða þá strengi sem tengja þessar tvær fræðibók-
menntagreinar“.186 Hann varpar síðan fram spurningunni um „mögulega
öfuga svörun frá empírískum niðurstöðum til boðandi kenningar“,187 þ.e.
hvað „lýsandi stjórnmálafræði geti lagt af mörkum til boðandi heimspeki“.188
Slíkar vangaveltur rata ekki inn í rannsókn Evu. Þótt Teorell styðjist að
hætti Habermas við þrjú lýðræðislíkön lendir áðurnefnd grein vilhjálms
Árnasonar, sem grundvallast á þrískiptingu þýska hugsuðarins, ekki á heim-
ildalista Evu, jafnvel þótt hún geri þessi lýðræðislíkön að umtalsefni.189 Á
þeim lista er heldur ekki að finna grein Jóns Ólafssonar „Andóf, mótmæli og
,hefðbundin‘ stjórnmálaþátttaka“ sem fjallar m.a. um siðferðilegt réttmæti
mótmæla.190 Og þótt meginspurning hennar sé þess eðlis notar Eva ekki
hugtök á borð við boðandi, forskrift eða normatíf, ólíkt þeim fræðimönnum
sem hún sækir mælikvarðana til. Hún lætur sér nægja að telja upp skilyrðin
sem hún sækir til Beetham og Teorell, og greina síðan stöðluð viðtöl töl-
fræðilega með svipuðum hætti og Jón Gunnar Bernburg.191 niðurstaða Evu
er að öll skilyrðin hafi verið uppfyllt og því réttmætt að ríkisstjórnin yrði
við kröfum mótmælenda: „í ljósi alvarleika þeirra mála sem leiddu til mót-
mælanna og þess að þau snertu þjóðina alla, auk þess hve fjölmenn mót-
mælin voru, hversu víðtækur stuðningur við þau var og þjóðfélagsumræðan
um þessi mál ítarleg, er hér á ferð grundvallardæmi um stöðu þar sem yfir-
völd ættu að íhuga að verða við kröfum mótmælenda.“192 Eva kennir rann-
185 Sama rit, bls. 787.
186 Sama rit, bls. 787.
187 Sama rit, bls. 788.
188 Sama rit, bls. 805.
189 Eva H. önnudóttir, „The ‘Pots and Pans’ Protests and Requirements for Respon-
siveness of the Authorities“, bls. 200.
190 Jón Ólafsson, „Andóf, mótmæli og ,hefðbundin‘ stjórnmálaþátttaka“, Andóf, ágrein-
ingur og áróður, bls. 37–51.
191 Slík aðferðafræðileg nánd minnir okkur á það að nástaða fræðafólks er ekki endi-
lega mikil þótt það starfi innan sömu vísindagreinar – þar eð mismunandi skólar
viðkomandi fræðigreinar beita mögulega ólíkri aðferðafræði – heldur getur nálgun
fræðafólks, fyrir tilstilli svipaðrar aðferðafræði, verið nær fulltrúum annarrar vís-
indagreinar en sumra samstarfsmanna.
192 Eva H. önnudóttir, „The ‘Pots and Pans’ Protests and Requirements for Respon-
siveness of the Authorities“, bls. 195. Heimspekingur virðist líta svo á að a.m.k. tvö
sambærileg skilyrði hafi verið uppfyllt: „Það er ekki hægt að líta þessar hræringar