Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Qupperneq 215
HJALTI HugASOn
214
Sigurbjörn Einarsson biskup leit svo á að sú hugsjón íslenskra siðbótar-
manna — ekki síst Odds gottskálkssonar (um 1515–1556) — að Íslendingar
ættu að eiga aðgang að orði guðs á móðurmáli hafi skipt sköpum fyrir framtíð
íslenskrar tungu og þar með sjálfstæðrar þjóðmenningar í landinu.16 guðrún
Kvaran og fleiri hafa lýst hófstilltara mati og talið að útgáfa Nýja testamentis
Odds (1540) og síðar guðbrandsbiblíu (1584) hafi haft grundvallarþýðingu
fyrir íslenska málsögu og að staða íslenskunnar væri veikari hefðu siðbótar-
menn ekki unnið eins ötullega að þýðingum og raun ber vitni.17
Hér skiptir mestu að með útgáfu Ritningarinnar á íslensku sem og
grallarans og annarra helgisiða-, sálma-, uppfræðslu- og uppbyggingarbóka
sem út komu frá því um 1540 og fram um daga guðbrands Þorlákssonar
(1541–1627) varð íslenska að opinberu kirkjumáli. Þar með festist hún í
sessi á nýjum vettvangi þar sem hún hafði áður að vísu verið heimatöm en þá
við hlið latínu sem var lítúrgískt mál hér á miðöldum eins og annars staðar
í Vestur-Evrópu.
Þýðingarstarf siðaskiptatímans byggði á öflugu innlendu ritmáli og bók-
menningu frá því snemma á miðöldum en lagði þó jafnframt sitt af mörkum
til að halda því við.18 Á siðaskiptatímanum var íslenska einnig föst í sessi
sem laga- og stjórnsýslumál. Af þessum ástæðum var hún ekki í sömu hættu
og t.d. norska sem ekki bjó að eins sterkri, veraldlegri ritmálshefð. Þessi
trausta staða íslenskunnar á siðaskiptatímanum varð svo jafnframt forsenda
þess að mögulegt var að hefja jafn öflugt þýðingarstarf og raun varð á og það
jafnvel áður en lúthersk kirkja var orðin föst í sessi hér.19 Sambandið milli
Odds og útgáfu þessa“, Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar, Reykjavík: Lögberg,
1988, bls. xxi–xxxii, hér bls. xxi.
16 Sigurbjörn Einarsson, „Oddur gottskálksson“, Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar,
Reykjavík: Lögberg, 1988, bls. vii–xx, hér bls. viii.
17 guðrún Kvaran, gunnlaugur Ingólfsson, Jón Aðalsteinn Jónsson, „um þýðingu
Odds og útgáfu þessa“, bls. xxi. Sjá og Sigurður Bjarnason, „um þýðingarstarf Odds
gottskálkssonar“, Lúther og íslenskt þjóðlíf: Erindi flutt á ráðstefnu um Martein Lúther,
er haldin var 4. nóvember 1983 í tilefni þess að 500 ár voru liðin frá fæðingu hans, ritstj.
gunnar Kristjánsson o.a., Reykjavík: Skálholt, Hið íslenska Lúthersfélag, 1989, bls.
67–73, hér bls. 70, 73.
18 Böðvar guðmundsson, „nýir siðir og nýir lærdómar — Bókmenntir 1550–1750“,
Íslensk bókmenntasaga II, ritstj. Vésteinn ólason, Reykjavík: Mál og menning, 1993,
bls. 379–521, hér bls. 389–390. Margrét Eggertsdóttir, „„Frómum og guðhræddum,
leikum og lærðum“: um guðbrand biskup Þorláksson og þýðingar hans“, Áhrif
Lúthers: Siðaskipti, samfélag og menning í 500 ár, ritstj. Hjalti Hugason o.a., Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag, 2017, bls. 145–174, hér bls. 171–172.
19 Stefán Karlsson, „Tungan“, Íslensk þjóðmenning VI, ritstj. Frosti F. Jóhannsson,
Reykjavík: Þjóðsaga, 1989, bls. 1–54, hér bls. 28. Margrét Eggertsdóttir, „„Frómum