Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 284
FRæðAMöRK
283
samfélagsins.28 Þrátt fyrir sérstöðu hvað orðfæri varðar gerði hann snemma
að viðfangsefni fjölmargt sem síðar var tekið fyrir í fræðilegum rannsóknum,
t.d. hvort „persónuleikabresti[r]“ hafi ýtt undir kreppuna eða hvort fremur
beri að líta á hana sem „innbyggða tilhneigingu í kerfinu“.29 Eftirfarandi
spurningu Einars Más var sömuleiðis ítrekað velt upp innan akademíunnar:
„fólk af öðru þjóðerni […] kom inn og vann störfin. Hvernig litum við á
þetta fólk?“30
Hjá Einari Má vottar jafnframt í mýflugumynd fyrir einu sérkenni fræði-
legra greininga á kreppunni: samanburði við önnur lönd og aðra tíma.31
Hann ber hrunið á Íslandi stuttlega saman við fjármálakreppur í Ekvador
og á Jamaíku – en með ófræðilegum hætti, m.a. að því leyti að ekki er vísað
til heimilda. Og við greiningu á samfélagsástandinu hérlendis vísar skáldið
ekki, að hætti félagsvísinda, til kerfisbundinna reynslurannsókna máli sínu
til stuðnings, heldur svipar ókerfisbundinni ‚aðferð‘ hans fremur til þess
sem heimspekingar virðast gera er þeir draga ályktanir af hversdagsreynslu.
Þannig hafi „stór hluti æskulýðsins verið týndur í tækjadýrkun og peninga-
snobbi“32 fyrir hrun, en við fáum engar upplýsingar um það á hvaða athug-
unum skáldið byggir greiningu sína.
28 Sama rit, bls. 18.
29 Sama rit, bls. 37.
30 Sama rit, bls. 60. Sjá t.d. Linda B. Pálmadóttir, Jón G. Bernburg, Anna S. vík-
ingsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir, „Fordómar og umburðarlyndi Íslendinga fyrir og
eftir hrun“, Rannsóknir í félagsvísindum XII. Félags- og mannvísindadeild, ritstj. Ása G.
Ásgeirsdóttir, Helga Björnsdóttir og Helga Ólafs, Reykjavík: Félagsvísindastofnun
Háskóla Íslands, 2011, bls. 421–427; Małgorzata Budyta-Budzyńska, „The Icelandic
Financial Crisis and Adaptation Strategies by Poles in Iceland“, Integration or Assi-
milation? Polish Immigrants in Iceland, ritstj. Małgorzata Budyta-Budzyńska, varsjá:
Wydawnictwo naukowe Scholar, 2011, bls. 87–118; Anna Wojtyńska og Malgor-
zata Zielińska, „Polish Migrants in Iceland Facing the Financial Crisis“, Rannsóknir
í félagsvísindum XI. Félags- og mannvísindadeild, ritstj. Gunnar Þór Jóhannesson og
Helga Björnsdóttir, Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, 2010, bls.
1–11.
31 Sjá t.d. Helgi Gunnlaugsson og Enrique D. A. Ibanez, „Iceland’s (2008) and Argent-
ina’s (2001) crises. Are there any similarities?“, La Circumpolaridad Como Fenómeno
Sociocultural. Pasado, Presente, Futuro, ritstj. Enrique D. A. Ibanez, Buenos Aires:
Universidad de Buenos Aires, 2010, bls. 41–50; Már W. Mixa og Þröstur O. Sigur-
jónsson, „Lessons not Learned. Iceland’s Financial Crisis Compared to the nordic
Countries“, Financial Crises. Identification, Forecasting and Effects on Transition Econo-
mies, ritstj. Cooper A. Hawthorne, new York: nova Science Publishers, 2013, bls.
129–146.
32 Einar Már Guðmundsson, Hvíta bókin, bls. 18.