Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 277
DAvÍð G. KRISTInSSOn
276
greinum starfar í raun enda sjaldgæft að fræðimenn úr jafn mörgum greinum
rannsaki samtímis eitt og sama viðfangsefnið. Í þessari grein verður farið í
saumana á hluta þess sem háskólafólk birti í nafni sinna fræða og skoðað að
hvaða leyti það skilur sig frá aðferðum og hugtökum skyldra vísindagreina.
viðfangsefnið er því ekki hrunið sem slíkt heldur markalínur milli nokkurra
fræðigreina íslenska háskólasamfélagsins eins og þær birtast í skrifum þess
um hrunið.3 Í ljósi fjölskrúðs vísindagreina afmarkar höfundur sig hér við
þá fræðigrein sem hann þekkir best, heimspeki, og nokkrar skyldar greinar.4
Rannsóknin er um leið heimspekileg naflaskoðun, þ.e. vinna með sjálfsmynd
eigin fræðigreinar og mögulega fordóma hennar í garð ‚hinna‘ – grannvís-
indanna.
Hvaða fræðigrein ber helst að gera að viðfangsefni það sem skilur fræði-
greinar að, þ.e. fræðamörkin? Það er varla á valdi einnar fræðigreinar að
geta gert náttúrulegt tilkall til slíks rannsóknarviðfangs. Heimspekingar
hafa frá öndverðu velt vöngum yfir skipan vísinda og vitaskuld er það eitt af
meginverkefnum þeirra að greina mörk. Lítil hefð er þó fyrir því að hugs-
uðir skoði sérstaklega ákveðin fræðamörk og varla til viðurkennd heimspeki-
leg aðferð fyrir slíkum rannsóknum.5 Algengara er að félagsfræðingar og
menntavísindafólk rannsaki fræðamörk.6 Fremur en að byrja á samantekt
slíkra rannsókna nálgast höfundur hér viðfangsefnið með hætti sem á að ein-
3 Markalínur milli fræðigreina eru – líkt og vísindagreinarnar sjálfar – að miklu leyti
alþjóðlegar en hafa þó einhver sérkenni milli landa.
4 Hér er ekki ráðist í það verkefni að gera samantekt á því hvernig grannvísindi heim-
spekinnar eru skilgreind með ólíkum hætti í textum sem ekki varða meginviðfangs-
efni okkar.
5 Meðal heimspekinga sem koma inn á þessi mörk með einhverjum hætti má nefna
Immanuel Kant, Der Streit der Fakultäten [Þræta deildanna], 1798; Jacques Derrida,
„Mochlos, ou le conflit des facultés“ [Mochlos, eða þræta deildanna], Philosophie
2/1984, bls. 21–53; Michel Foucault, Les mots et les choses. Une archéologie des sciences
humaines [Orð og hlutir. Fornminjafræði mannvísindanna], París: Gallimard, 1966;
um fræðamörk heimspeki og félagsvísinda sjá t.d. inngang Kristjáns Kristjánssonar
heimspekings að bók hans Justice and Desert-Based Emotions, Aldershot: Ashgate,
2006.
6 Sjá t.d. The Academic Profession. National, Disciplinary, and Institutional Settings, ritstj.
Burton R. Clark, Berkeley og Los Angeles: University of California Press, 1987;
Andrew Abbott, Chaos of Disciplines, Chicago: University of Chicago Press, 2001;
Tony Becher og Paul R. Trowler, Academic Tribes and Territories. Intellectual Enquiry
and the Cultures of Disciplines, Philadelphia: Open University Press, 2001; Shaping
Human Science Disciplines. Institutional Developments in Europe and Beyond, ritstj.
Christian Fleck, Matthias Duller og victor Karády, London: Palgrave Macmillan,
2019.