Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 58
uppHAF KViKmYNDAALDAR á ÍSLANDi
57
Vestra og auglýsingar Fernanders og Hallseths í blaðinu þá fóru þær lík-
lega fram dagana 9. - 19. júlí með hléum 17. og 18. júlí og létu áhorfendur
ákaflega vel af þeim.50 Vegna mikillar eftirspurnar var þeim kleift að skipta
dagskránni í tvennt, en eftir nokkra sýningardaga var auglýst að í hönd færi
,,nýtt áhrifamikið programm“ þar sem meðal annars Ferðin til tunglsins (fr.
Le Voyage dans la Lune, méliès, 1902) yrði á dagskrá.51
Eins og nefnt var hér að framan þá voru Hallseth og Fernander lunknir í
viðskiptum og við að nýta sér þau tækifæri sem buðust, og með því að skipta
prógramminu í tvennt tókst þeim líklega að selja sama fólkinu tvo miða
í stað eins, ef prógrammið hefði verið óskipt. Það er áhugavert að skoða
auglýsingar félaganna en þar tilkynna þeir að ,,Í fyrsta sinn á Íslandi“ verði
,,ágætar sýningar“ með ,,Royal Biokosmograph Edisons“ haldnar.52 Nafn
sýningarvélarinnar hljómar eins og hún sé stórmerkileg, en ekki hefur tekist
að finna nokkrar heimildir fyrir því að það hafi verið til tæki með þessu nafni
og því helsta ályktunin sem hægt er að draga af nafninu sú að Hallseth og
Fernander hafi einfaldlega búið til nafn sem hljómaði spennandi og vísaði til
Edisons til að tryggja sig enda var Edison heimsþekktur uppfinningamaður
kvikmynda á þessum tíma. Í Noregi og Svíþjóð auglýstu þeir sýningarnar
á svipaðan máta og á Íslandi. Fyrsta árið var það „ameríski kinematograf-
inn“ en síðar „biokosmografinn“ og þá bættu þeir við „Kinematografernes
konge“ eða „konungur kinematógrafanna“ til að kynda undir áhuga á sýn-
ingunum.53 En hvort sem tæki með þessu nafni hafi verið til eða ekki þá er
víst að það virkaði vel og áhorfendur voru agndofa yfir þessari nýjung sem
þeir áttu kost á að upplifa af eigin raun.
Samkvæmt Eggerti Þór héldu félagarnir til Reykjavíkur eftir sýningar-
lotuna á Ísafirði og hófu þar sýningar einum mánuði eftir að leikar höfðu
hafist á Akureyri eða 27. júlí 1903 í iðnaðarmannahúsinu (iðnó).54 Aftur
var þeim afar vel tekið og mikill áhugi á sýningunum, svo mikill að fjölga
þurfti sýningum líkt og á Akureyri og á Ísafirði. Sýningarnar voru auglýstar
í fjölmiðlum borgarinnar en í stað þess að nota ,,Í fyrsta sinn á Íslandi“ líkt
og á Akureyri og Ísafirði þá var fyrirsögnin ,,Í fyrsta sinni í Reykjavík“ og
50 Eggert Þór Bernharðsson, ,,Landnám lifandi mynda“, bls. 803. ,,myndasýningar“,
Vestri, 11. 07. 1903, bls. 142-143, hér bls. 142. Vestri, 20. 07. 1903, bls. 147.
51 „myndasýningar“, Vestri, 11. 07. 1903, bls. 142-143, hér bls. 143.
52 ,,myndasýningin“, Norðurland, 27. 06. 1903, bls. 159.
53 Tidningen Kalmar, 131. tölublað, 25. 08. 1900, bls. 2. Frederiksstads tilskuer, 102.
tölublað, 06. 05. 1902, bls. 3.
54 Eggert Þór Bernharðsson, ,,Landnám lifandi mynda“, bls. 803.