Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 271
XINYU ZHANG
270
Að lokum
Sagnritunarsjálfsaga hefur reynst nytsamlegt hugtak til greiningar á póst-
módernískum skáldsögum, en kenningar Hutcheon hafa einnig sætt gagn-
rýni. Hún gefur oftar en ekki í skyn að sagnritunarsjálfsögur séu eina ósvikna
birtingarform póstmódernískra skáldsagna en ýmsir hafa bent á að málflutn-
ingur hennar um það efni byggist á of miklum alhæfingum.70 Auðvitað eru
til fleiri tegundir af póstmódernískum skáldsögum en sagnritunarsjálfsögur,
og það má einnig skipta sagnritunarsjálfsögum í ýmsar undirgreinar. Þýski
frásagnarfræðingurinn Ansgar Nünning gerir einmitt tilraun til þess í sínum
skrifum. Hann telur að til séu annars vegar opinskáar (e. explicit) og hins
vegar duldar (e. implicit) sagnritunarsjálfsögur. Í þeim fyrrnefndu er fjallað
opinskátt um þau þekkingarfræðilegu, aðferðafræðilegu og málvísindalegu
vandamál sem tengjast uppbyggingu sögunnar á sjálfsögulegan hátt, og þá
birtist líka sterk sjálfsvitund. Í duldum sagnritunarsjálfsögum gerir sjálfs-
vitundin sjaldnast vart við sig; það sem leiðir vandamálin í ljós er fyrst og
fremst innri uppbygging og frásagnartækni skáldsögunnar. Höfundar setja
til dæmis fram hlið við hlið mótsagnakenndar frásagnir og mismunandi túlk-
anir á sama atburði.71 Nünning kynnir líka tvær aðrar gerðir af póstmódern-
ískum sögulegum skáldskap en þær eru endurskoðandi sögulegar skáldsögur
(e. revisionist historical novels) þar sem stefnt er að því að endursemja sögu,
og metasögulegar skáldsögur (e. metahistorical novels) þar sem nútímamaður
skoðar, túlkar og skrifar um fortíðina út frá nútímalegu sjónarhorni.72 Hug-
takið sagnritunarsjálfsögur hefur nýst best til að lýsa sögulegum skáldskap
frá 6. og 7. áratugnum á síðustu öld, en Amy J. Elias kynnir til sögunnar
hugtakið metasöguleg rómansa (e. metahistorical romance) í skrifum sínum um
sögulegan skáldskap eftir það.73 Stungið hefur verið upp á öðrum hugtökum
til að lýsa nýlegri þróun í sögulegum skáldskap, til dæmis póst-hugsmíða-
hyggju-metasagnritunar-skáldskap (e. post-constructivist metahistoriographic fic-
70 Brian McHale, „Postmodernism, or The Anxiety of Master Narratives“, Diacritics
1/1992, bls. 17–33; Monika Fludernik, „History and metafiction“; Gunnþórunn
Guðmundsdóttir, „Skáldað um líf“; Ansgar Nünning, „Where Historiographic
Metafiction and Narratology Meet: Towards an Applied Cultural Narratology“,
Style 3/2004, bls. 352–375.
71 Sama rit, bls. 365–369.
72 Sama rit, bls. 362–365. Hugtakið endurskoðandi sögulegar skáldsögur fær Nünning
raunar lánað hjá Brian McHale, sjá nmgr. 43.
73 Sjá Amy J. Elias, Sublime Desire; „Historiographic metafiction“, bls. 303–305.