Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 155
SiGRÚn MaRGRéT GUðMUndSdóTTiR
154
sem geti verið djöfulleg og torskilin. En einmitt vegna þess að börn séu ekki
þjálfuð í slíkum samskiptum geti þau ógnað samfélagi fullorðinna.62 Bók-
menntafræðingurinn david Punter bendir á að barnið sé tákn eða rýmis-
líking fyrir hið ómeðvitaða sem hann líkir við læst herbergi. Barnið verður
boðberi sannleikans – kannski sannleika sem óæskilegt er að það flytji öðr-
um.63 Það er barnið Björg sem kemur upp um svik föður síns. Þegar komið
er fram yfir miðja mynd fá áhorfendur loks að sjá atriðið sem hljóðrásin sem
spiluð er í upphafi myndarinnar vísar til; þ.e. skýringu á barnsgrátnum sem
ómaði undir aðstandendalistanum. Það sýnir endurlit Bjargar þar sem hún
fylgdist með afhjúpunum á svikum föður síns þegar hún var barn. Minn-
inguna kveikir fremur óhugnanlegur fyrirlestur frá vottum Jehóva sem hálf-
vegis ryðjast inn til Bjargar. Á fortíðarsviðinu gægist hún inn á miðilsfund
föður síns, sem lætur öllum illum látum, stynur og blæs undir ómnum af
barnsgráti sem rennur saman við ágengan róm vottanna. Hún fylgist með
föður sínum falla í yfirdrifinn trans á miðilsfundinum. Á fundinum eru meðal
annarra stödd kaupmaðurinn í hverfisbúðinni og kona hans sem hefur verið
að sniglast í kringum húsið nú þegar Björg er fullvaxin kona, en hún virðist
eiga við geðræn veikindi að stríða. Í endurlitinu er hún hins vegar heilbrigð
á að líta sem bendir til þess að fundurinn hafi orðið henni til heilsutjóns –
enda er Guðmundur miðill að særa fram barn þeirra hjóna. Áhorfendur sjá
litlu stúlkuna fylgjast með handan við glerið og barnsgrátur glymur um her-
bergið. Í sömu andrá kemur kaupmaðurinn auga á Björgu litlu sem hækkar í
segulbandstækinu svo gráturinn verður yfirþyrmandi. Hann finnur tækið og
upp kemst um svikin. Líta má svo á að miðilsfundir séu gátt á milli heima þar
sem miðillinn hleypir fortíðinni inn í samtímann; sjálfur er hann þá nokkurs
konar leiðsla eða þráður; kannski dyragætt að handanheiminum. En á mið-
ilsfundinum sem fram fer í húsi Bjargar er ekki opnað inn í önnur tilverustig,
heldur er hugmyndin um þau sett á svið með blekkingunni; ummerkin um
hina framliðnu framleidd og spiluð af hljóðsnældu. Hér er rétt að rifja upp
„reimleikana“ sem menn urðu varir við þegar á framleiðslu kvikmyndarinn-
ar stóð; þeir kallast á við draugaganginn á miðilsfundinum sem hér var lýst.
62 dani Cavallaro, The Gothic Vision. Three Centuries of Horror, Terror and Fear, Lon-
don: Continuum, 2002, bls. 135.
63 Sue Walsh, „Gothic Children“, The Routledge Companion to the Gothic, ritstj. Cath-
erine Spooner og Emma McEvoy, London og new York: Routledge, bls. 183–191,
hér bls. 183. Spooner vísar í david Punter, The Literature of Terror. A History of
Gothic Fictions from 1765 to the Present Day, 2. bindi The Modern Gothic, London:
Longman, 1996, bls. 48.