Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 24
LjÓS Í MYRKRI
23
Kvikmyndir nöggeraths áttu sér ljóslega áþekk markmið og þegar í
framhaldi af heimsókn hans sóttu margir gestir Ísland heim í von um að
fanga land og þjóð. Og unnu þannig bæði íslenskir og erlendir kvikmynda-
gerðarmenn, einkum danskir, þýskir, breskir og franskir, að gerð Íslands-
mynda, og stundum í sameiningu. Frægasta dæmið um það er samstarf
Guðmundar Kambans og Þjóðverjans Pauls Burkert árið 1935, þar sem á
tókust ólík sjónarmið um þjóðarímynd Íslendinga. Kamban vildi „leiðrétta“
þá frumstæðu ímynd sem sumar Íslandsmyndir drógu upp af þjóðinni,8 en
hafði greinilega ekki erindi sem erfiði þar sem fallegar myndir Burkerts sýna
Íslendinga sem næsta framandi þjóð fjarri nútímanum. Titlarnir Sommer auf
Island (Sumar á Íslandi, 1935) og Unheimliche Erde (Ógnvekjandi jörð, 1935)
eru lýsandi fyrir bæði nálgun og efni myndanna þar sem gestsauga sýndi
landann mikið til fastan í viðjum fortíðar og vafði um hann rómantíska nátt-
úrusýn. Með tilkomu sjálfstæðisins árið 1944 má þó segja að Íslendingar hafi
jafnframt náð yfirráðum yfir eigin þjóðarímynd á hvíta tjaldinu. Þótt Banda-
ríkjamenn, ekki síst Samuel Kadorian, hafi tekið upp umtalsvert af mynd-
efni á hernámsárunum batt stríðið mikið til enda á hefðbundnar heimsóknir
evrópskra kvikmyndagerðarmanna, auk þess sem sjálfstæðið virðist hafa
blásið heimamönnum baráttuanda í brjóst. Loftur gerði nú Íslandsmynd í
lit, sem hann nefndi einfaldlega Ísland (1947), en er mikið til endurgerð á
fyrri myndinni. nýstárlegri voru kvikmyndir Óskars Gíslasonar Reykjavík
ures: A Meeting Place of Cinema and nation“, Studia Humanistyczne 10/2011, bls.
169–183, og um kvikmyndagerð Lofts má lesa sérstaklega í grein Erlends Sveins-
sonar „Frekar bogna en brotna: Um frumkvöðul í íslenskri kvikmyndagerð”, Enginn
getur lifað án lofts: Loftur Guðmundsson konunglegur hirðljósmyndari og kvikmynda-
gerðarmaður í Reykavík, ritstj. Inga Lára Baldvinsdóttir, Reykjavík: Þjóðminjasafn
Íslands, 2002, bls. 19–62. Sjá einnig um sögu Íslandsmynda í bók Írisar Ellenberger
Íslandskvikmyndir 1916-1966: Ímyndir, sjálfsmynd og vald, Reykjavík: Sagnfræði-
stofnun Háskóla Íslands, 2007. Íslandsmyndir (sem og hversdagsmyndir) tilheyra
ljóslega sviði heimildarmynda en rétt er að hafa í huga að á ensku var hugtakið
„documentary“ fyrst notað árið 1926 af john Grierson, „Flaherty’s Poetic Moana“,
The Documentary Tradition, ritstj. Lewis jacobs, new York: W. W. norton, 1979,
bls. 25-27. Og ef marka má gagnagrunninn Tímarit.is er íslenska orðið fyrst notað á
prenti í Vísi 17. október árið 1952, „Stóðrekstur og fjárflutningar í flugvél þekkjast
aðeins hér. Þótt ekki væri annað myndi Íslandskvikmyndin vekja athygli“, bls. 8,
sótt 21. ágúst 2019 af http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=82189&pageId=-
1175431&lang=is&q=heimildarmynd. Saga hugtaksins hérlendis þarfnast þó ljós-
lega ítarlegri rannsóknar.
8 Erlendur Sveinsson, „Landsýn-heimssýn: Kynningarmáttur kvikmyndarinnar á
fjórða áratugnum“, Heimur kvikmyndanna, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík: Forlagið
og art.is, 1999, bls. 853.