Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Qupperneq 254
„ÞANNIG ER SAGA OKKAR“
253
fest, en póstmódernismi, samkvæmt skilgreiningu hennar, er einmitt fyrst
og fremst „mótsagnakenndur, eindregið sögulegur og óhjákvæmilega pól-
itískur“.15 Póstmódernismi bæði „notar og misnotar, setur fram og grefur
síðar undan þeim hugmyndum sem hann vefengir“, hann bendir á að margt
af því sem við teljum vera náttúruleg fyrirbæri sé í raun og veru menningarleg
hugarsmíð.16 Póstmódernismi gagnrýnir þar með hugmyndafræði sem hann
tekur þátt í sjálfur, hann einkennist því bæði af gagnrýni (e. critique) og þátt-
töku (e. complicity). Póstmódernismi er samkvæmt þessu alltaf bæði/og, aldrei
annaðhvort/eða.
En um hvaða póstmódernisma er að ræða? Tekið skal fram að Hutcheon
lítur á póstmódernisma fyrst og fremst sem menningarstarfsemi,17 á meðan
aðrir líta á hann sem þekkingarfræðilegt og félagsmenningarlegt/félags-
hagfræðilegt fyrirbæri eða ástand, en raunin er þó sú að þetta þrennt spilar
einatt saman.18 Fredric Jameson aðhyllist síðastnefndu skoðunina og lítur á
póstmódernisma sem „menningarlega rökvísi síðkapítalismans“. Á meðan
umfjöllun um afstöðu til fortíðar og sögu er lykilatriði bæði hjá Jameson
og Hutcheon, telur Jameson að póstmódernismi einkennist meðal annars
af flatneskju (e. flatness), dýptarleysi (e. depthlessness), dofnandi hrifum eða
kenndum (e. waning of affect) gagnvart sögunni, svo ekki sé talað um að hann
sé daufdumbur (e. deafness) andspænis henni. Jameson gagnrýnir í stystu
máli póstmódernisma fyrir áhugaleysi og afskiptaleysi gagnvart pólitík og
sögu.19 En á þeim tímum sem kenndir eru við póstmódernisma eygir Hutc-
15 Sama rit, bls. 4. Á ensku segir „fundamentally contradictory, resolutely historical,
and inescapably political“.
16 Sama rit, bls. 3. Á ensku segir, „uses and abuses, installs and then subverts, the very
concepts it challenges“. Sjá líka Linda Hutcheon, The Politics of Postmodernism, bls.
2. Ástráður Eysteinsson hefur drepið á kenningar Hutcheon um póstmódernisma í
grein sinni „Hvað er póstmódernismi?“, Umbrot: Bókmenntir og nútími, Reykjavík:
Háskólaútgáfan, 1999, bls. 369–401, hér bls. 384.
17 Linda Hutcheon, A Poetics of Postmodernism, bls. 23–28.
18 Sjá Amy Elias, Sublime Desire: History and Post-1960s Fiction, Baltimore og London:
The Johns Hopkins University Press, 2001, bls. xx–xxvii. Sjá líka Nico Baumbach,
Damon R. Young og Genevive Yue, „Revisiting Postmodernism: An Interview with
Fredric Jameson“, Social Text 2/2016, bls. 143–160, hér bls. 143–144. Jameson vill
nú gera greinarmun á milli póstmódernisma-skeiðs (þ.e. sögulegs tímabils, e. post-
modernity) og póstmódernisma-stíls (þ.e. fagurfræðilegs stíls, e. postmodernism).
19 Fredric Jameson, „Póstmódernismi eða menningarleg rökvísi síðkapítalismans“,
þýð. Magnús Þór Snæbjörnsson, Af marxisma, ritstj. Magnús Þór Snæbjörnsson og
Viðar Þorsteinsson, Reykjavík: Róttæka sumarútgáfan, 2012, bls. 236–301, hér bls.
243, 246–247; Postmodernism, or, The Cultural Logic of Late Capitalism, London og
New York: Verso, 1991, bls. xi.