Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 22
LjÓS Í MYRKRI
21
um margt ríkjandi í kvikmyndagerð samtímans. Hvað það varðar er að ein-
hverju leyti um að ræða samhangandi sögu þótt hún einkennist öðru fremur
af skilum og eyðum hvers konar.
Í september árið 1901 hélt Hollendingurinn Franz Anton nöggerath til
Íslands frá Hull á Englandi og tók upp nokkrar stuttar myndir að hætti síns
tíma fyrir breska fyrirtækið Warwick Trading Company. Hann fór „gullna
hringinn“ og þótti sýnu mest til Geysis koma en fannst ástæðulaust að mynda
Gullfoss þar sem áþekkar senur hefðu þegar verið teknar upp við niagara-
fossa til dæmis.3 Einnig tók nöggerath upp mikið af efni á fiskiskipum við
veiðar við landið en líklegast hefur þar verið um að ræða bresk eða frönsk
skip. Myndir nöggeraths hafa ekki varðveist en Íslendingar gerðu sér strax
vonir um að upptökurnar myndu hvetja ferðamenn til að sækja landið heim.
Því má vera ljóst að þegar í upphafi íslenskrar kvikmyndasögu vonuðust
menn til að framandi myndir af landi og þjóð gætu eflt ferðamannaiðnað
landsins, en þetta eru í dag ein helstu rökin sem haldið er á lofti til að rétt-
læta fjárhagslegan stuðning ríkisins við íslenska kvikmyndagerð.4 Þá leikur
kvikmyndin strax hlutverk tengiliðar á milli Íslands og umheimsins.
Það voru hins vegar Svíinn David Fernander og norðmaðurinn Rasmus
Hallseth sem stóðu fyrir fyrstu kvikmyndasýningunni hérlendis á Akureyri í
júní árið 1903, en auk landslagsmynda og portretta (þar á meðal af Henriki
Ibsen) frá noregi voru á dagskránni svipmyndir af Búastríðinu auk leikinna
mynda. Erfitt er að gera sér í hugarlund hverslags viðbrigði það hljóta að
hafa verið fyrir Íslendinga að sjá lifandi myndir – líkt og snemma var farið
að kalla þær – af fólki og atburðum utan úr heimi. Enginn vafi leikur á því að
kvikmyndamiðillinn átti stóran þátt í þeim hræringum í upphafi tuttugustu
aldarinnar sem færðu einangraða eyjaskeggja nær umheiminum. Þegar árið
1904 stóðu Ólafur johnson og Magnús Ólafsson fyrir reglulegum sýningum
í Bárubúð í Reykjavík en mættu fljótt samkeppni frá Dananum Alfred Lind
3 Sjá um nöggerath og ferð hans um landið í grein Ivo Blom „The First Cameraman
in Iceland: Travel Film and Travel Literature“, Picture Perfect: Landscape, Place and
Travel in British Cinema before 1930, ritstj. Laraine Porter og Bryony Dixon, Exeter:
The Exeter Press, 2007, bls. 68–81.
4 Sjá til dæmis forsíðugrein í Landi og sonum, málgagni Félags kvikmyndagerðar-
manna, „ný skýrsla frá Aflvaka um stöðu íslenskrar kvikmyndagerðar: Tekjur ríkisins
af kvikmyndagerð eru tæpar 500 milljónir á ári“, september/október/1998, bls. 1.,
og skýrslu Samtaka kvikmyndagerðarfélaga um fjármögnun íslenskra kvikmynda,
Ólafur Arnarson, Hilmar Sigurðsson og Anna María Sigurjónsdóttir, „Hverjir fjár-
magna íslensk kvikmyndaverk? niðurstöður könnunar á fjármögnun 112 íslenskra
kvikmyndaverka 2006–2009“, Reykjavík: Samtök kvikmyndagerðarfélaga, 2010, bls. 8.