Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 237
HJALTI HugASOn
236
Auk þessara stofnunarlegu ástæðna fyrir minnkandi umsvifum kirkjunnar
á vettvangi fátækramálanna, þ.e. lokun klaustranna og fátæklegum fyrirmæl-
um kirkjuskipanar Kristjáns III., gerir Vilborg ráð fyrir að siðbótin hafi haft
þau hugarfarssögulegu áhrif að afstaða fólks til ölmusugæða hafi breyst er
góðverk eða guðsþakkarverk voru ekki lengur talin sáluhjálpleg samkvæmt
opinberri kirkjukenningu.117 Ekki má þó ofmeta þann þátt. góð verk, þar á
meðal miskunnsemi og örlæti við nauðstadda, voru á engan hátt afskrifuð
með siðbótarguðfræðinni þrátt fyrir að Lúther hafnaði því að fólk réttlætist
af þeim frammi fyrir guði. Í riti sínu Frelsi kristins manns lýsti Lúther t.d.
hugmyndum sínum um gildi kærleiksverka og taldi þau mikilsverð í mann-
legu félagi.118 Þá gerast hugarfarslegar breytingar á borð við þá sem hér um
ræðir almennt hægt. Til dæmis um það má nefna að eftir siðaskipti lifði
svokallaður heitdagur í upphafi einmánaðar lengi góðu lífi á norðurlandi
en í tengslum við hann fóru fram söfnunarátök til fátækra.119 Þá eru dæmi
um að kristbú væru stofnuð eftir siðaskipti en það voru jarðir sem gefnar
voru til að standa straum af samfélagsverkefnum, oftast fátækraframfærslu
og voru kristbú með fyrstu kirkjulegu sjálfseignarstofnunum sem hér kom-
ust á.120 Þórður Þorláksson (1637–1697) Skálholtsbiskup arfleiddi þannig að
sögn Jóns Espólín Hóladómkirkju að jörðinni Vallholti í Hólmi með sex
kúgildum með þeim skilmálum „[…] at fátækar ekkjur ok börn födurlaus
njóti af, […]“.121 Þórður líknaði fátækum einnig á annan máta.122 Sýnir það
að málefni þeirra höfðuðu enn til manna. Á þetta bendir Vilborg Auður
raunar sjálf.123
Lokun klaustranna hefur líkast til dregið úr afkastagetu þess kerfis sem
kirkjan hafði byggt upp umhverfis fátækraframfærslu og aðra líknarþjón-
117 Sama rit, bls. 298. Loftur guttormsson og Helgi Skúli Kjartansson, „Siðaskiptin og
fátækraframfærsla“, bls. 128–129.
118 Marteinn Lúther, „um frelsi kristins manns“, Marteinn Lúther: Úrval rita I,
aðalþýðandi gunnar Kristjánsson sem jafnframt bjó ritin til útgáfu, ritstj. Arnfríður
guðmundsdóttir o.a., Reykjavík: nefnd um fimm alda minningu siðbótarinnar,
Skálholtsútgáfan, 2017, bls. 173–197, hér bls. 187–197.
119 Árni Björnsson, Saga daganna, Reykjavík: Mál og menning, 1993, bls. 600–602.
120 Hjalti Hugason, Frumkristni og upphaf kirkju, Kristni á Íslandi I, Reykjavík: Alþingi,
2000, bls. 197, 211, 327, 346–347, 350.
121 Jón Espólín, Íslands Árbækur í söguformi VIII, Kaupmannahöfn: Hið íslenska
bókmenntafélag, 1829, bls. 28.
122 Sama rit, bls. 29.
123 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Byltingin að ofan, bls. 302–303. Loftur guttormsson og
Helgi Skúli Kjartansson, „Siðaskiptin og fátækraframfærsla“, bls. 131–132.