Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 272
„ÞANNIG ER SAGA OKKAR“
271
tion)74 og ný-sögulegum skáldskap (e. neo-historical fiction),75 en ekkert þeirra
hugtaka hefur haft jafnmikil áhrif og hugtak Hutcheon.
Sjálfur er ég á þeirri skoðun að hægt sé að nýta hugtakið sagnritunar-
sjálfsaga til að lýsa þeim tilraunakenndu bókmenntaverkum, eins og Hunda-
dögum, sem eru upptekin af sögulegum efnum og einkennast af sjálfsvitund
um riteðli sögunnar; mögulegt er þá að nálgast sögu í formi skáldskapar. Slík
samþætting sögu og skáldskapar, veruleika og ævintýris, raunsæis og róman-
tíkur, hefur einmitt lengi verið einn kjarninn í fagurfræði Einars Más Guð-
mundssonar.76 Frásagnargleðin er ætíð afar mikil og leiftrandi í skáldsögum
hans, og hann lítur eiginlega á allt sem hugsanleg efni fyrir skáldsögur, eins
og skýrt kemur fram í skrifum hans um þetta efni: „Það sem skynsemis-
hyggjan lítur á sem tvo aðgreinda póla sér skáldskapurinn sem eina heild,
ævintýrið og veruleikann í einni sæng. Andinn er ekki aðeins afurð heimsins,
heldur skapar hann jafnframt þennan sama heim. Draumar og hugsanir eru
líka veruleiki.“77 Það er því engin furða að saga og skáldskapur, veruleiki og
ævintýri renni saman í Hundadögum. Einar Már glímir við söguna með því
að segja sögur, enda er hann rithöfundur. En við lesendur komum til móts
við söguna og sögurnar þegar við lesum, hlustum á þær, og skynjum þær
með líkama og huga. Er þetta allt ekki prýðilegur vitnisburður um eilífa þörf
mannsandans fyrir frásagnir – og fyrir sögu? „Seg mér Sönggyðja ...“, segir
Hómer (70). Þetta bergmál úr fortíðinni kveður enn og aftur við í nútíma
okkar.
74 Manja Kürschner, „The Fictionalization of History in Metahistoriographic Fic-
tion after the Constructivist Challenge“, Emerging Vectors of Narratology, ritstj. Per
Krogh Hansen, John Pier, Philippe Roussin og Wolf Schmid, Berlín og Boston: de
Gruyter, 2017, bls. 153–170.
75 Ann Heilmann og Mark Llewellyn, Neo-Victorianism: The Victorians in the Twenty-
First Century, 1999–2009, London: Palgrave/MacMillan, 2010. Sjá Bergljót Soffía
Kristjánsdóttir, „„Mannkynssagan sem söguleg skáldsaga“: Vangaveltur um sögu-
legan skáldskap og framgang hans hérlendis á þessari öld“, Tímarit Máls og menn-
ingar 3/2018, bls. 85–97.
76 Sjá Guðni Elísson, „Heimurinn sem krónísk ranghugmynd: Átök undurs og raun-
sæis í verkum Einars Más Guðmundssonar“, Skírnir 171: vor/1997, bls. 165–196.
77 Einar Már Guðmundsson, „Hin raunsæja ímyndun“, Tímarit Máls og menningar
2/1990, bls. 97–104, hér bls. 100.