Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 44
Gunnar Tómas Kristófersson
Upphaf kvikmyndaaldar á Íslandi
Tvö ártöl er spanna þriggja ára tímabil marka alla jafna upphaf kvikmynda-
menningar á Íslandi. Hið fyrra er 1901 en í september það ár kom hol-
lenski kvikmyndatökumaðurinn F. A. Nöggerath til að mynda land og þjóð
fyrir enskt kvikmyndafélag. Síðara ártalið er 1903 en þá sóttu Norðmaður-
inn Rasmus Hallseth og Svíinn David Fernander landið heim í þeim til-
gangi að sýna kvikmyndir. Þessar tvær heimsóknir mætti kalla upphaf kvik-
myndaaldar á Íslandi þar sem Íslendingar höfðu ekki haft nokkur kynni af
kvikmyndamiðlinum sem var að ryðja sér til rúms víða um heim, ef frá eru
taldar umfjallanir dagblaða af miðlinum og frásagnir lánsamra Íslendinga
sem fengið höfðu að upplifa kvikmyndasýningar erlendis. Eggert Þór Bern-
harðsson vekur meðal annars athygli á þessu og lýsir í greininni ,,Landnám
lifandi mynda: Af kvikmyndum á Íslandi til 1930“. Í henni fer Eggert af
kostgæfni yfir tímabilið er kvikmyndasýningar og kvikmyndagerð hófust á
Íslandi og fjallar meðal annars um heimsóknir útlendinganna þriggja og lýsir
viðbrögðum landsmanna við þessari fyrstu innreið miðilsins til landsins.1
Aðrir hafa einnig fjallað um fyrstu ár kvikmynda á Íslandi og ber þar helst
að nefna Erlend Sveinsson en eftir hann má finna fjölmörg skrif um íslenska
kvikmyndasögu og fyrstu áratugi kvikmyndasýninga hér á landi, og er þar
rétt að nefna sérstaklega ritið Kvikmyndir á Íslandi 75 ára.2
Hér verður þráðurinn tekinn upp þar sem Eggert, Erlendur og aðrir
1 Eggert Þór Bernharðsson, ,,Landnám lifandi mynda: Af kvikmyndum á Íslandi til
1930“, Heimur kvikmyndanna, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík: Forlagið og art.is,
1999, bls. 803-831.
2 Kvikmyndir á Íslandi 75 ára – Afmælisrit, ritstj. Erlendur Sveinsson, Reykjavík: Gamla
bíó, Nýja bíó, Kvikmyndasafn Íslands, 1981, bls. 15-17.
Ritið
2. tbl. 19. árg. 2019 (43–68)
Ritrýnd grein
© 2019 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
10.33112/ritid.19.2.3
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).