Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 201
ANDREW D. HIGSON
200
og aldrei hreinræktaðar. Þær eru stöðugt að blanda saman ólíkum „upp-
runaleikum“ og endurmóta sig þannig í sífellu, í stað þess að bera þegar
fullmótaðri og skilgreinanlegri þjóðernisvitund vitni.
Bíóin sem hafa komið undir sig fótunum innan tiltekinna þjóðríkja
eru sjaldan sjálfstæð og óháð menningarverkból og kvikmyndaiðnaðurinn
sem slíkur hefur lengi starfað á svæðisbundnum, þjóðlegum og þverþjóð-
legum grundvelli. Til einföldunar má svo segja að farið sé yfir landamæri
í menningarlegu samhengi með tvennum hætti. Annars vegar er um fram-
leiðslusviðið að ræða og athafnir kvikmyndagerðarfólks. frá því á þriðja ára-
tugnum hafa kvikmyndir verið gerðar sem samframleiðsluverkefni, og hug-
myndin er þá að virkja krafta og fjármagn frá ólíkum þjóðlöndum. Þá hafa
kvikmyndagerðarmenn enn lengur verið eins konar farandverkamenn, þar
sem einstaklingar flytja sig ýmist tímabundið eða til lengri tíma á milli fram-
leiðslubækistöðva. Þegar þýskur leikstjóri á borð við E.A. Dupont sest að í
Englandi og ræðst í ensk-þýska samframleiðslu sem tekin er upp bæði á ensku
og þýsku (Atlantic, 1929) hljóta spurningar að vakna um hvort skynsamlegt
sé að kalla verkið sem til verður enska kvikmynd.14 Hvoru þjóðarbíóinu til-
heyrir niðurstaðan þegar breskur leikstjóri eins og Alan Parker gerir Holly-
woodmynd um argentíska goðsögn (Evita, 1996)? Og getur útkoman orðið
annað en þverþjóðleg þegar breskur leikstjóri gengur til liðs við bandarískan
framleiðanda, fjölþjóðlegt leikara- og tæknilið, og nýtur góðs af bandarísku
fjármagni til að laga skáldsögu að hvíta tjaldinu sem fjallar um óvissuþætti
sjálfsins, og er skrifuð af rithöfundi sem fæddist í Sri Lanka en er búsettur í
Kanada (The English Patient, 1996)?
Síðari birtingarmynd þverþjóðleika kvikmynda tengist dreifingu og við-
tökum þeirra. Annars vegar er mörgum kvikmyndum dreift langt handan
við eigið upprunaland. Öðru hverju getur það jafnvel gerst að lítil, þjóðleg
og „heimagerð“ mynd verður alþjóðlegur stórsmellur, ef staðið er vel við
bakið á henni með auglýsingaherferð. Hins vegar er ekki hægt að ganga út
frá því sem vísu að viðtökur kvikmynda sem er dreift utan heimalandsins
verði ávallt af sama tagi í ólíku menningarsamhengi. Sumum myndum er
auðvitað breytt með sýnilegum hætti fyrir ólíka útflutningsmarkaði, hvort
heldur sem það er gert með texta, hljóðsetningu, endurklippingu eða rit-
skoðun. En jafnvel þar sem engu hefur verið hnikað til geta áhorfendur tekið
14 fyrir umræðu um feril Dupont í Bretlandi á ofanverðum þriðja áratugnum, sjá And-
rew D. Higson, „Polyglot films for an International Market: E.A. Dupont, the
British film Industry, and the Idea of a European Cinema“, Film Europe and Film
America.