Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 84
„TAuMlAuST BlóðBAð áN liSTRæNS TilgANgS“
83
En það sem hefur náttúrlega verið að gerast hér undanfarin ár er
að tæknin er að gerbreytast. Það er hægt að koma kvikmyndaefni
núna á svo auðveldan hátt inn á heimilin að það er ekki meiri vandi
en að kaupa bók eða blað að eignast myndefni, og menn eiga til-
tölulega einfaldan tæknibúnað á heimilum sínum til að sýna þetta,
þannig að það er ekki lengur nauðsyn fyrir fólk að fara annaðhvort
í kvikmyndahús og sjá þar myndir ellegar þá að horfa á það í sjón-
varpi eftir venjulegum reglum, heldur er það nú möguleiki fyrir
fólk að hafa nánast að segja sitt eigið kvikmyndahús, safna að sér
kvikmyndaefni á viðráðanlegum og meðfærilegum spólum og sýna
þetta heima.40
Bannlistinn og lög um ofbeldismyndir voru tilraun til að setja nýjar reglur
andspænis þeirri staðreynd að myndbandavæðingin hafði, eins og ingvar
bendir á, kollvarpað „venjulegum reglum“ kvikmyndaneyslu. Raunar er hér
gagnlegt að staldra við í augnablik og íhuga nánar áhrif myndbandstækisins
og hvernig það mátti vera að tilkoma þess reyndist aflvaki kvikmyndabann-
laga í nokkrum ólíkum löndum á svipuðum tíma.41 Koma þar fyrst og fremst
til þrír aðskildir en samtengdir menningarsögulegir þættir. Sá fyrsti lýtur
að væntingamörkum kvikmyndaáhorfenda og breyttu sambandi þeirra við
kvikmyndasöguna með tilkomu myndbandsins, annar tengist tilfærslu brask-
bíósins (e. exploitation films) frá jaðrinum og nær miðju kvikmyndamenning-
arinnar, og að lokum er það losun á ritskoðunarhömlum á alþjóðavísu. Það
eru svo samlegðaráhrif þessara umrótsþátta sem gerðu það að vandamáli
sem bregðast þurfti við að fólk hafi „nánast að segja sitt eigið kvikmyndahús“
heima hjá sér. áður en lengra er haldið er gagnlegt að skoða atriðin þrjú
hvert um sig, þótt ekki sé svigrúm til að gera það nema stuttlega.
Í riti helguðu rannsóknum á menningarsögu myndbandstækninnar
bendir julia Dobrow á að þegar litið sé um öxl og „VCR-tímabilið“ skoðað
sem ákveðin heild verði ljóst að með myndbandstækinu „hafi notendur öðl-
ast vald yfir tímanum“ í fyrsta sinn og þannig jafnframt aukið sjálfstæði and-
40 ingvar gíslason, „158. mál, bann við ofbeldiskvikmyndum – Dálkur 2561 í B-deild
Alþingistíðinda (2413)“, Althingi.is, 4. mars 1983, sótt 13. júní 2019 af https://www.
althingi.is/altext/raeda/?lthing=105&rnr=2413.
41 Í þingumræðum um lagafrumvarpið var iðulega nefnt að fordæmi fyrir löggjöf af
þessu tagi mætti finna erlendis, og var þar átt við Svíþjóð, Noreg og Finnland, en
í þessum löndum höfðu áþekk lög verið sett misserin á undan eða voru í burðar-
liðnum, eins og í tilviki Finnlands. Þá gekk bann á ofbeldismyndum einnig í garð í
Bretlandi nokkru eftir að löggjöfin íslenska var sett.