Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 12
FRÁ SVEITABÆNUm Að STAFRÆNU BYLTINGUNNI
11
vinnslu kvikmynda að teljast afleidd, en slík vinnsla er ekki lengur, eins og
minnst var á hér að ofan, alfarið útflutt, heldur unnin á Íslandi. Fjöldi fyrir-
tækja hefur sprottið upp á síðustu árum sem sinna áður óþekktum störfum
á borð við eftirvinnslu hljóðs, grafík, litgreiningu og sköpun myndrænna
brellna fyrir kvikmyndir, sjónvarpsefni, tölvuleiki og sýndarveruleika. má
þar nefna fyrirtæki á borð við RGB, Bíóhljóð, Hljóðgarð, RVX, Trickshot
og Uss! Hljóðsmiðju ehf. Á sambærilegan hátt má ræða hlutverk símafyrir-
tækja við gagnamiðlun, og þá sérstaklega miðlun íslenskra kvikmynda. mið-
lægt hlutverk slíkra fyrirtækja við miðlun menningarefnis verða að teljast
afleidd og óbein áhrif stafrænu byltingarinnar.
Kvikmyndin í kjölfar efnahagshruns
Fram hefur komið að stofnanaleg umgjörð og styrkjakerfi hafa reynst nauð-
synleg fyrir samfellu í kvikmyndagerð á Íslandi, og markar þar stofnun Kvik-
myndasjóðs tímamót. Verkefni sjóðsins snerust ávallt um að styrkja fram-
leiðslu og dreifingu íslenskra kvikmynda, og vinna að kynningu þeirra jafnt
innanlands sem erlendis, og starfaði sjóðurinn samkvæmt kvikmyndalögum.
Starfsemi sjóðsins breyttist að nokkru leyti árið 2003 en þá tók hin nýstofn-
aða Kvikmyndamiðstöð Íslands við verkefnum kvikmyndasjóðs. Lengst
af mátti marka hækkun framlaga hins opinbera til sjóðsins, stundum tvö-
földuðust og jafnvel þrefölduðust þau milli ára, en ljóst varð að gjörbreytt
staða ríkissjóðs í kjölfar bankahrunsins 2008 myndi hafa áhrif á framlög til
kvikmyndagerðar.21 Sú varð líka raunin, og skömmu eftir að býsna góðum
samningi um stefnumörkun hins opinbera var náð, var kerfið allt endur-
skoðað og mikill samdráttur verður árið 2010.
Kvikmyndagerðarmenn sáu í kjölfarið fram á breyttar aðstæður í sínu
vinnuumhverfi og áhyggjur gerðu skiljanlega vart við sig, og eftir því var
tekið að niðurskurður varðandi útgjöld til kvikmynda var hlutfallslega all-
mikið meiri en í öðrum listgreinum.22 Sumir voru þó með hugmyndir um
21 „Yfirlit yfir úthlutanir fyrri ára“, Kvikmyndamidstod.is, sótt 1. september 2019 af
http://www.kvikmyndamidstod.is/kvikmyndasjodur/uthlutanir-ur-kvikmyndasjodi/
fyrri-ar/
22 „Þjóðin á betra skilið – rætt við Ragnar Bragason“, DV, 11.-13. febrúar 2011, bls.
36-37. Sjá einnig „Vegið hastarlega að íslenskri kvikmyndagerð“, Visir.is, 4. nóvem-
ber 2009, sótt 1. september 2019 af https://www.visir.is/g/2009562391637; Katrín
Jakobsdóttir og Katrín Júlíusdóttir, „Bíódagar – í hita og þunga dagsins“, Fréttablað-
ið, 24. nóvember 2011, bls. 28; Grímur Hákonarson, „Forsendubrestur íslenskrar
kvikmyndagerðar“, Visir.is, 8. október 2013, sótt 1. september 2019 af https://www.
visir.is/g/2013710089985/forsendubrestur-islenskrar-kvikmyndagerdar; og „Kvik-