Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 157
SiGRÚn MaRGRéT GUðMUndSdóTTiR
156
þekkingu frá miðilsfundi æskunnar. Hún veit að dauðinn er endanlegur. Og
hún veit að pabbi var að ljúga. Það á ekki sístan þátt í trámanu sem atburður-
inn, og í raun missir beggja foreldra, veldur henni.
Piparkökuhúsið á Ásvallagötu
Sársaukafull eða trámatísk fortíðin sem ásækir sögupersónur í reimleika-
húsum er tilefni til að líta til kenninga um tráma – sem kunna að varpa
ljósi á gerð drauganna. Eftir að sálgreinirinn Sigmund Freud setti fram got-
neskar kenningar sínar um bælinguna í tengslum við tráma urðu reimleika-
húsin vettvangur gamalla áfalla sem söfnuðu kóngulóarvef í drungalegum
vistarverum.66 Sálgreinendurnir nicholas abraham og Maria Torok beindu
sjónum að þeirri bælingu sem verður í kjölfar áfalla, einkum þegar kemur að
fjölskylduleyndarmálum og því hvernig tráma erfist á milli kynslóða.67 Hug-
myndir þeirra um mannshugann eru ekki síður í gotneskum anda en Freuds
því hugmyndafræði gotnesku stefnunnar verður vart í hugtakanotkun og
myndmáli sálgreinendanna um tráma, sérstaklega í hugmyndum þeirra um
vofuna og hvelfinguna (e. crypt).68
Eitt af aðalsmerkjum gotnesku stefnunnar eru vofur sem ásækja, en þess-
ar vofur eru ekki aðeins bókstaflegar, heldur búa einnig yfir táknrænni skír-
skotun, standa fyrir leyndarmál sem sækja á sögupersónur þar til öll brotin
hafa raðast saman og sagan er fullkláruð. Það sama má segja um hvelfing-
una, en hún gegnir einnig táknrænu hlutverki í gotneskum frásögnum, sem
staðurinn innra með einstaklingnum þar sem missirinn er grafinn, eitthvað
sem hann getur ekki horfst í augu við eða viðurkennt.69 Hið gotneska fjallar
66 Monica Michlin, „The Haunted House in Contemporary Filmic and Literary
Goth ic narratives of Trauma“, Transatlantica, 1/2012, bls. 1–24, hér bls. 4.
67 Þess má geta að rannsóknir benda til þess að áföll skilji eftir ör í erfðavísum sem gefur
tilefni til að kanna hvort þau kunni að erfast líkamlega á milli kynslóða. Sjá andrea L.
Roberts, nicole Gladish o.fl., „Exposure to childhood abuse is associated with human
sperm dna methylation“, Transnational Psychiatry, 194: 8/2018, sótt 28. maí 2019
af dOi 10.1038/s41398-018-0252-1. Rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að tiltekin
tegund af ormum ber minningar um áföll á milli kynslóða, í allt að fjórtán ættliði, sjá
t.d. adam Klosin o.fl. „Transgenerational transmission of environmental information
in C. elegans“, Science 6335: 365/2018, bls. 320–323.
68 Um gotneska hugmyndafræði Freuds í útleggingum sínum á mannssálinni má lesa í
grein Guðna Elíssonar, „„Menn gleyma fljótt, ekki síst ef þeir eru dauðir.“ Gotnesk
merkingarsköpun í Hringsóli og Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur“, Rúnir. Greina
safn um skáldskap og fræðastörf Álfrúnar Gunnlaugsdóttur, ritstj. Guðni Elísson, 2010,
bls. 173–186, hér bls. 175.
69 Maud Ellman, „deconstruction and psychoanalysis“, Deconstruction, Critical Concepts