Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 236
ÁHRIF SIðBóTARInnAR Á ÍSLAnDI
235
sem hér sé langt seilst þegar svo virðist sem litið sé á aukna fátækt sem beina
afleiðingu af siðaskiptunum.112 nærtækara virðist að aukin fátækt á öld-
unum eftir siðaskipti eigi sér aðrar skýringar en trúarpólitíska þróun. Ber
þar einkum að nefna harðnandi árferði, eldgos og aðrar náttúruhamfarir,
pestarfar, og aðrar tilfallandi ytri aðstæður. Enda virðist Vilborg Auður slá
úr og í varðandi þetta atriði.113 Í hnotskurn virðist afstaða hennar koma fram
í eftirfarandi tilvitnun:
Siðbreytingin lagði hefðbundið skipulag og fjárhagsgrundvöll
kirkjulegrar fátækraframfærslu í rúst. Öll umönnun fátækra og
sjúkra lagðist nú á bændaheimilin. Þau höfðu ekki annað fé til að
bregðast við þessum vanda en fátækratíund hreppsins, sem jafnan
var skorin við nögl. Þetta var mikil breyting frá því á miðöldum,
þegar ákveðinn hluti klaustur- og biskupstekna rann til þessara
málaflokka. Má nærri geta, hversu heimilin í landinu hafa verið
vanmegnug til að valda því hlutverki, […].114
Vilborg Auður byggir þessa túlkun á að kirkjuskipan Kristjáns III. gerði ekki
ráð fyrir að kirkjan hefði neina aðkomu að fátækramálum í líkingu við það
sem verið hafði. Telur hún að þau hafi þar með verið gerð að veraldlegu mál-
efni og að þau fyrirmæli sem í kirkjuskipaninni var þó að finna um fátækramál
miði við þéttbýlissamfélög og hafi þau því átt illa við hér.115 Þá álítur hún að
hér hafi þau alfarið lent í höndum hreppanna eftir gildistöku kirkjuskipanar-
innar en þeir höfðu verið virkir á þessu sviði allt frá því fyrir kristnitöku.116
nýja bókafélagið, 2000, bls. 33. Hér gæti aukin reglufesta og refsigleði einnig valdið
miklu um fjölgun þjófnaðarmála. Þar getur efling miðstýrðs ríkisvalds sagt til sín
ekkert síður en siðbótaráhrif.
112 Sjá Loftur guttormsson og Helgi Skúli Kjartansson, „Siðaskiptin og
fátækraframfærsla“, bls. 120–121.
113 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Byltingin að ofan, bls. 303–304.
114 Sama rit, bls. 305. Sjá og Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Öreigar og umrenningar“,
bls. 122–123.
115 Sama rit, bls. 121–123. Í kirkjuskipaninni er þó gert ráð fyrir að fátækir nytu sömu
tekjustofna eða „rentu“ og áður hafði sérstaklega verið til þeirra lögð auk gjafa frá
almenningi. Þá áttu að starfa spítalar í kaupstöðum. Loks er þar kveðið á um hlutverk
djákna í þessu samandi. „Den danske kirkeordinans, 1539 („Den rett ordinants“)“,
Kirkeordinansen 1537/1539: Tekstudgave med indledning og noter ved Martin Schwarz
Lausten, Kaupmannahöfn: Akademisk forlag, 1989, bls. 150–244, hér bls. 216–218.
116 Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Ný heimsmynd, bls. 33–34. Vilborg Auður Ísleifsdóttir,
„Öreigar og umrenningar“, bls. 119–120. Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Byltingin að
ofan, bls. 299.