Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Qupperneq 76
„TAuMlAuST BlóðBAð áN liSTRæNS TilgANgS“
75
sínum í ímyndasögunni fram og hefur kvikmyndasagnfræðingurinn lee
grieveson bent á að samhliða tækniþróuninni sem leiddi til framkomu kvik-
myndarinnar hafi hugmyndir um sjálfsveruna einnig tekið róttækum breyt-
ingum. upphafin hughyggja átjándu og nítjándu aldar skilgreindi rökvísi
sem kjarna mannsins og grunnstoð hans innra lífs; í krafti hennar væri hug-
veran sjálfbær, aðskilin frá efnisheiminum og ekki undirorpin ytri þáttum í
mótun sinni. Þessi hugmynd tók hægt og sígandi að víkja fyrir sýn á mann-
inn sem félagsveru og að hugveran mótaðist í senn af umhverfi sínu og sam-
skiptum við aðra. Með uppgangi nútímafjölmiðlunar og fjöldamiðla (e. mass
media) færðust hinir nýju tæknimiðlar jafnframt að miðju umræðunnar um
félagslega mótun og áhrifamáttur þeirra á hugveruna var talinn mikill. Að
mati grieveson gefur hér að líta veigamikla forsendu þess að ríkari ástæða
þótti til að hafa eftirlit með kvikmyndum en öðrum listformum.16
Má í þessu sambandi nefna að næstum er klifað á slagkrafti og raunsæis-
áhrifum kvikmyndalegra ímynda í „framleiðslusáttmálanum“ bandaríska (e.
the Production Code), afdrifaríkasta ritskoðunarplaggi 20. aldar kvikmynda-
sögu, og þessar sömu hugmyndir má rekja í íslenskri kvikmyndaumræðu
allt frá því að rætt er í Vísi árið 1912 um hin „afskaplegustu hryðjuverk, sem
látin eru vera framin fyrir sjónum áhorfandans“ (leturbr. uppr.) til ummæla
Níelsar árna lund, þáverandi forstöðumanns Kvikmyndaeftirlits ríkisins, í
sjónvarpsþætti árið 1987 þess efnis að náið eftirlit verði að hafa með kvik-
myndum og nauðsynlegt sé að banna þær verstu því að kvikmyndir séu „svo
miklu áhrifameiri en bókmenntir“.17
um leið var kvikmyndin miðill án landamæra, „alþjóðlegust allra lista“,
eins og Sveinn Sigurðsson orðaði það í Eimreiðinni árið 1932, en kom jafn-
framt úr smiðjum stórfyrirtækja, ekki síst þeirra sem kennd eru við Holly-
wood.18 Hvort tveggja er merkingarbært þegar litið er til viðtöku kvikmynda
hér á landi, alþjóðleikinn og hugmyndin um kvikmyndina sem versl-
unarvöru. á nítjándu öld umbreyttu nútímavæðingarferli ásjón og efnahag
16 lee grieveson, „Cinema Studies and the Conduct of Conduct“, Inventing Film Stu-
dies, ritstj. lee grieveson og Haidee Wasson, Durham og london: Duke university
Press, 2008, bls. 3–37, hér bls. 4–16.
17 „o. Sv.“, „Hvar er lögreglan?“, Vísir, 27. október 1912, bls. 1–2, hér bls. 1. Til-
vitnuð orð lét Níels árni falla í sjónvarpsþættinum Geisli sem sýndur var í Ríkissjón-
varpinu árið 1987. um framleiðslusáttmálann má lesa í grein Björns Þórs Vilhjálms-
sonar, „Saga bandarískra kvikmynda“, Heimur kvikmyndanna, ritstj. guðni Elísson,
Reykjavík: Forlagið og art.is, 1999, bls. 3–43, hér bls. 22–25.
18 Sveinn Sigurðsson, „Kvikmyndir og þjóðleg menning“, Eimreiðin 3–4/1932, bls.
353–354, hér bls. 353.