Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 72
„TAuMlAuST BlóðBAð áN liSTRæNS TilgANgS“
71
„Stórfelld og mjög víðtæk kennsla í glæpastarfsemi, lauslæti
og knæpulífi“:2 Lifandi ljósmyndir og íslenskur nútími
Þann 23. mars 1983 voru lög um bann við ofbeldismyndum samþykkt, en
nokkru fyrr hafði verið mælt fyrir þeim, eða í lok árs 1982.3 Í lögunum er
kveðið á um að ingvar gíslason, þáverandi menntamálaráðherra og flutn-
ingsmaður frumvarpsins, láti semja reglugerð um framkvæmd laganna, en
vinnu við reglugerðina var ekki lokið fyrr níu mánuðum síðar, eða 21. des-
ember. Rúmt ár leið í viðbót áður en sýnileg viðbrögð við lagasetningunni
létu á sér kræla, en þegar að þeim kom er óhætt að segja að eftir þeim hafi
verið tekið. Þann 1. febrúar 1985 sendi dómsmálaráðuneytið öllum lögreglu-
stjórum landsins bréf þar sem óskað var eftir því að lögunum frá ársbyrjun
1983 um bann við ofbeldismyndum væri framfylgt. Beiðninni fylgdi listi yfir
þær myndir sem úrskurðaðar höfðu verið af Kvikmyndaeftirlitinu sem bann-
myndir, en þær voru 67 talsins. 18. febrúar lét lögreglan til skarar skríða í
samræmdum aðgerðum með listann í farteskinu, svokölluðum „rassíum“,
þar sem markmiðið var að kanna kvikmyndaúrval allra myndbandaleigna
landsins. Sama dag var bannlistinn birtur opinberlega, og taldist þar með
hafa öðlast gildi, eða eins og Níels árni lund, forstöðumaður Kvikmynda-
eftirlitsins, orðaði það, „þessar myndir voru ekki ólöglegar í fyrradag. Frá
og með [gærdeginum] teljast þær það hins vegar“.4 Þetta þýddi í raun að
myndbandaleigur sem þegar höfðu bannlistamyndir á sínum snærum máttu
aðeins þola að þær væru gerðar upptækar. Eftir birtingu listans varð dreifing
þeirra hins vegar lögbrot, og mátti fólk vænta að vera sótt til saka fyrir um-
sýsl með myndirnar.5
2 guðmundur g. Hagalín, „Kvikmyndin Nýtt hlutverk“, Tíminn, 27. apríl 1954, bls. 4
og 6, hér bls. 4.
3 Nokkur umræða hafði þá verið í samfélaginu um vána sem stafaði af efni sem var
á boðstólum á myndbandaleigum og náði sú umræða ákveðnu hámarki á opnum
fundi á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur þann 7. desember 1982 þar sem
ályktun var samhljóða samþykkt um að skora á yfirvöld um að setja lög um eftirlit
með kapalkerfum og innflutningi myndbandaleigna, sjá „v“, „Skorað á yfirvöld að
setja reglur um vídeó“, Þjóðviljinn, 9. desember 1982, bls. 16.
4 „EH“, „Blood song eða I Spit on Your Grave“, DV, 20. febrúar 1985, bls. 3. Bannlistinn
var látinn í hendur fjölmiðla sem margir hverjir birtu hann í heild.
5 Páll óskar Hjálmtýsson kann að vera þekktasti einstaklingurinn sem handtekinn
hefur verið í krafti ofbeldismyndalaganna, en Páll óskar lýsir því hvernig hann var
á þessum tíma stundum fenginn í fyrirlestrarhald um „splatter“-myndir. Notaði
hann þá valin sýnishorn úr myndunum og kom þess vegna til afskipta lögreglu: „Ég
var stundum fenginn til að halda fyrirlestra í skólum, menntaskólum og alls konar
svona kvöldum og ég var með svona splatter fyrirlestur um sögu splatter myndanna