Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 28
LjÓS Í MYRKRI
27
bókstaflega skilningi að þeir sem unnið höfðu að kvikmyndagerð fyrir daga
Ríkissjónvarpsins tóku lítinn þátt í starfi hins nýja miðils.
Þegar á upphafsárum Ríkissjónvarpsins var sýndur á skjánum fjöldi sjón-
varpsleikrita sem nutu mikilla vinsælda meðal áhorfenda. Og þótt þau væru
til að byrja með mikið til einfaldar upptökur af leikhússviðsetningum þróuð-
ust þau smátt og smátt í átt að uppbyggingu leikinna frásagnarmynda, líkt
og birtist til að mynda skýrt í sjónvarpsmyndum Hrafns Gunnlaugssonar.16
Hrafn var þó fjarri því að vera eini íslenski kvikmyndagerðarmaðurinn sem
öðlaðist reynslu við gerð verka fyrir Ríkissjónvarpið.
Samtíminn
Kvikmyndirnar sem ræddar hafa verið fram að þessu tilheyra með einum
eða öðrum hætti íslenskri kvikmyndasögu. Þótt sumar hafi einungis verið
teknar upp hér á landi og/eða gerðar eftir íslenskum bókmenntaverkum eru
aðrar ljóslega íslensk framleiðsla. Það er því fjarri lagi að íslensk kvikmynda-
gerð hefjist fyrst með tilkomu myndanna sem fylgdu í kjölfar stofnunar
Kvikmyndasjóðs árið 1978. Hins vegar veldur tilkoma sjóðsins sögulegum
hvörfum enda var það fyrst með stofnun hans að tryggð var regluleg fram-
leiðsla á íslenskum kvikmyndum, jafnvel þótt hann legði á endanum aðeins
út fyrir litlum hluta af kostnaði myndanna sem styrktar voru. Það er alls ekki
sjálfgefið að kvikmyndir séu framleiddar með reglubundnum hætti í smáríki
sem Íslandi og ef sjóðsins nyti ekki við væri alls óvíst um framtíð íslenskrar
kvikmyndagerðar.17
Hvatinn að stofnun Kvikmyndasjóðs var sá sami og bjó að baki stofnun
og viðhaldi annarra menningarstofnana líkt og Ríkisútvarpsins (1930), Þjóð-
leikhússins (1950), Sinfóníuhljómsveitarinnar (1950), Ríkissjónvarpsins auk
launasjóða rithöfunda (1975; auk eldri fordæma) og annarra listamanna.
Um var að ræða viðleitni til að hlúa að íslenskri menningu; það var talið
mikilvægt fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar að gerðar væru kvikmyndir á Íslandi,
sem fjölluðu um íslenskt samfélag og sögu á íslensku, og af íslenskum kvik-
myndagerðarmönnum (sem höfðu lengi barist fyrir því að geta sinnt ástríðu
sinni). Kannski þótti þetta sérstaklega knýjandi þegar kom að kvikmyndum
í ljósi þess að á sýningartjöldum þessarar kvikmyndaóðu þjóðar, sem sótti
16 Björn norðfjörð, Icelandic Cinema, bls. 41–45.
17 Sjá umfjöllun um íslenska kvikmyndagerð í samhengi við fræðilega greiningu á
þjóðarbíóum og sérstöðu smærri þjóðarbíóa í innleggi mínu fyrir The Cinema of
Small Nations, „Iceland“, ritstj. Mette Hjort og Duncan Petrie, Edinburgh: Edin-
burgh University Press, 2007, bls. 43–59.