Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 111
BjöRN ÞóR VilHjálMSSoN
110
ist það vera meðferðin á dýrum sem gerði það að verkum að myndin var
bönnuð á Ítalíu. Hófst þá löng vegferð fyrir dómstólum þar sem Deodato
reyndi að fá banninu hnekkt. orðrómurinn um að enn alvarlegri níðings-
verk hefðu verið framin við gerð myndarinnar fæddist hins vegar ári síðar í
kjölfar frumsýningar myndarinnar í Frakklandi. Í grein sem birtist í tímarit-
inu Photo í ársbyrjun 1981, „grand guignol Cannibale“, var því haldið fram
fullum fetum að ákveðnir dauðdagar í myndinni væru ósviðsettir, og var
þar sjónum sérstaklega beint að stjaksettu stúlkunni og fjórmenningunum
í heimildarmyndateyminu sem myrtir eru af mannætuættbálkinum.87 Sam-
legðaráhrif frönsku greinarinnar og þess að Deodato stóð vissulega í mála-
ferlum fyrir ítölskum dómstólum á þessum tíma reyndust Cannibal Holocaust
þýðingarmikið veganesti á vegferð myndarinnar um heimsbyggðina. upp
spruttu flökkusögur um að Deodato hefði verið ákærður fyrir morð í heima-
landinu og til að sanna sakleysi sitt hefði hann þurft að kalla leikarana fjóra
í dómssal, sem þannig mátti sjá að voru á lífi, og ennfremur sýna hvernig
stjaksetningarbrellan hefði verið framkvæmd til að hrekja ásakanir um að
stúlkan í skóginum hefði í raun verið myrt með þessum hætti.88 Erfitt reynd-
ist í öllu falli að kveða í kútinn hugmyndina um að við gerð myndarinnar
hefðu myrkraverk átt sér stað, ef þá nokkur vilji var til þess.89 Það var ekki
síst í krafti afhelgunar og meintrar ósvinnu myndarinnar sem dreifingarað-
ilar um víða veröld tóku henni höndum tveim og umbreyttu í alþjóðlegan
stórsmell, þótt stundum hafi sýningarglugginn verið stuttur þar sem mögu-
legt lögbann vofði gjarnan yfir.90
87 David Kerekes og David Slater, Killing for Culture: An Illustrated History of Death
Film, london: Creation Books, 1995, bls. 48-49.
88 Christopher A. Brown, The Video Nasties Moment: Examining The Films Behind The
Scare, london: lightning Source, 2014, bls. 72–74.
89 Það er að mörgu leyti dæmigert fyrir sjálfsmeðvitaða frásögn Cannibal Holocaust að
allra leiða skuli vera leitað til að framsetja myndefnið úr frumskóginum á raunsæjan
hátt, en skilgreina myndefnið sem ber fyrir sjónir áhorfenda undir titlinum The Last
Road To Hell sem sviðsettan tilbúning. Staðreyndin er sú að mynd þessi, sem á að heita
að sé fyrra verk myrta heimildarmyndahópsins, er eina raunverulega „snöff“-efnið
í myndinni, aftökurnar og morðin sem þar sjást eru raunveruleg og á Deodato að
hafa keypt myndefnið af „ensku fyrirtæki“, en uppruni þess er sagt hafa verið óþekkt
einræðisríki í „þróunarheiminum“. Rök hafa þó verið færð fyrir því að um atvik frá
Úganda annars vegar og Kambódíu hins vegar sé að ræða. Sama efni var svo notað í
fleiri en einni „mondo“-mynd. Sjá um þetta David Kerekes og David Slater, See No
Evil: Banned Films and Video Controversy, Manchester: Critical Vision, 2000, bls. 111-
112, og Calum Waddell, Devil’s Advocates: Cannibal Holocaust, bls. 42-45.
90 Tölurnar rokka dálítið þegar fullyrðingar eru skoðaðar um það í hversu mörgum
þjóðlöndum Cannibal Holocaust var bönnuð, en ætla má að það hafi verið í um það