Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 39
BjöRn ÆGIR nORðFjöRð
38
20. öldinni voru Mamma Gógó (2010) Friðriks Þórs Friðrikssonar sem frum-
sýnd var á fyrsta degi nýja áratugarins nota bene og draugaærslingur Ágústs
Guðmundssonar Ófeigur gengur aftur (2013) sem átti satt best að segja lítið
skylt við brautryðendaverk hans í upphafi kvikmyndavorsins. Og þrátt fyrir
stóran hlut reynsluboltans Baltasars einkennist áratugurinn mjög af innkomu
nýrra leikstjóra á sviðið. Baldvin Zophoníasson, Benedikt Erlingsson, Bjarni
Haukur Þórsson, Grímur Hákonarson, Guðmundur Arnar Guðmundsson,
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, jón Atli jónasson, Marteinn Þórsson, Óskar
Axelsson, Reynir Lyngdal, Rúnar Rúnarsson og Þór Ómar jónsson þreyttu
allir frumraun sína snemma á áratugnum. Á meðan þessi langi listi talsvert
ólíkra leikstjóra er til vitnis um mikla grósku í íslenskri kvikmyndagerð sam-
tímans er það með miklum ólíkindum að það sé ekki eina einustu konu að
finna á honum. Blessunarlega breytist það á síðari hluta áratugarins þegar
fjórar konur þreyttu frumraun sína í gerð leikinna kvikmynda. Raunar hafði
kona ekki setið í leikstjórastólnum síðan Valdís Óskarsdóttir gerði Kóngaveg
árið 2010 eða heil sjö ár þegar kvikmynd Guðrúnar Ragnarsdóttur Sumarbörn
var frumsýnd árið 2017. 39 Óhætt er að fullyrða að viðfangsefni og sýn mynd-
arinnar séu allt önnur en hjá karlleikstjórunum sem þreyttu frumraun sína á
áratugnum þar sem Guðrún segir sögu ungrar stúlku í vanda og varla karl að
finna í myndinni. Ári síðar leit svo dagsins ljós Svanur Ásu Helgu Hjörleifs-
dóttur og jafnvel þótt hann væri gerður eftir skáldsögu Guðbergs Bergssonar
sýnir sú mynd ekki síður hversu takmarkað og karlmiðað sjónarhorn íslenskra
mynda hafði orðið með brotthvarfi kvenna úr leikstjórastólnum en Svanurinn
veitir okkur mjög persónulega sýn stúlku sem nálgast heim hinna fullorðnu
óðfluga. Í kvikmyndum Ísoldar Uggadóttur Andið eðlilega (2018) og Ásthildar
Kjartansdóttur Tryggð (2019) eru konur einnig í öllum aðalhlutverkum og
sjónarhornið þeirra. Þessi nýja sýn er þó fjarri því að vera bundin við kyn
því bæði Ísold og Ásthildur gerðu fjölmenningarsamfélaginu skil sem íslenskir
karlleikstjórar höfðu sýnt lítinn sem engan áhuga. Þá eru aðalpersónurnar í
Andið eðlilega einnig samkynhneigðar en það á jafnframt við um hryllings-
myndina Rökkur og Hjartastein Guðmundar Arnars Guðmundssonar, en sú
síðarnefnda glímir á einkar áhrifaríkan máta við ungt fólk sem er að uppgötva
39 Svo fyllstu nákvæmni sé gætt er rétt að nefna að Sólveig Anspach leikstýrði Queen
of Montreuil (Drottning Montreuil, 2012), en þar er um franska framleiðslu að ræða,
og Eyrún Ósk jónsdóttir og Helgi Sverrisson leikstýrðu saman barnamyndinni
L7: Hrafnar, Sóleyjar og Myrra (2011), sem gerð var án stuðnings Kvikmyndasjóðs.
nokkur stór hópur karlleikstjóra hefur einnig gert kvikmyndir þannig á eigin veg-
um. Lækkandi framleiðslukostnaður með tilkomu stafrænnar upptökutækni hefur
eflaust mikið með það að gera, og eru þar glæpamyndir enn og aftur áberandi.