Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Qupperneq 211
HJALTI HugASOn
210
stæðisbaráttuna og raunar löngu eftir að henni lauk. nú kemur það tíðum
fram í tengslum við þá „goðsögn“ sem lengi hefur verið rík í íslenskri sögu-
túlkun að Íslendingar hafi á löngum tíma í sögu sinni lifað hnignunar- eða
hrörnunartíma sem hafi hafist þegar á 15. öld en harðnað mjög í kjölfar
siðaskiptanna á þeirri 16.2 Þetta viðhorf kemur raunar oft fram enn á okkar
dögum bæði í rannsóknum og alþýðlegri menningar- og samfélagsum-
ræðu. Hitt viðhorfið er hér einfaldlega kallað kirkjulegt og gætti þess mjög
í tengslum við Lúthers-árið og þá einkum í ræðu og riti guðfræðinga og
helstu talsmanna þjóðkirkjunnar.
Fyrrnefnda viðhorfið eða alhæfingin kom að margra mati fram þegar í
kvæðinu „Aldasöng“ eftir Bjarna Jónsson Borgfirðingaskáld (ca 1560–1640)
sem í handritum ber ýmist yfirskriftina „Einn fagur sálmur um mismun
þessarar aldar og hinnar fyrri“ eða „umm Islands Hrørnan. Ein psalmvijsa
med sijnumm Ton“. Þangað eru sóttar hinar alkunnu hendingar „Allt hafði
annan róm / áður í páfadóm […]“.3 Af þeim sökum er þetta viðhorf hér
nefnt Aldasöngs-syndróm.4 Halldór Laxness var einn þekktasti fulltrúi þess
eins og hvað skýrast kemur fram í ritgerðinni „Inngangur að Passíusálmum“
sem að stofni til er frá um 1930.5 Á grundvelli þess leit hann svo á að með
2 Almennt um hnignunar-„goðsögnina“ sjá Axel Kristinsson, Hnignun, hvaða hnignun?
Goðsögnin um niðurlægingartímabilið í sögu Íslands, Reykjavík: Sögufélag, 2018.
3 Bjarni Jónsson, „Aldasöngur: Einn fagur sálmur um mismun þessarar aldar og
hinnar fyrri“, bragi.arnastofnun.is, sótt 9. apríl 2019 af http://bragi.arnastofnun.is/
ljod.php?ID=1313.
4 Heitið á bók Önnu Sigurðardóttur um nunnuklaustrin á Íslandi o. fl. hefur vísast
fest tilvísunina í „Aldasöng“ í sessi í seinni tíð. Anna Sigurðardóttir, Allt hafði annan
róm áður í páfadóm: Nunnuklaustrin tvö á Íslandi á miðöldum og brot úr kristnisögu,
Úr veröld kvenna III, Anna Sigurðardóttir tók saman, Reykjavík: Kvennasögusafn
Íslands, 1988.
5 Halldór Laxness, „Inngangur að Passíusálmum“, Af skáldum, Reykjavík: Bókaútgáfa
Menningarsjóðs, 1972, bls. 71–125. Halldór Laxness, „Inngangur að Passíusálm-
um“, Vettvangur dagsins: Ritgerðir, 3. útg. endursk., Reykjavík: Helgafell, 1979, bls.
7–44. Frumgerð sjá Iðunn nýr flokkur 16. árg., 1.–2. tbl., 1932, bls. 83–146. Svipaðs
viðhorfs gætti hjá Sigurði nordal. Sjá Sigurður nordal, „Samhengið í íslenzkum
bókmentum“, Íslenzk lestrarbók 1400–1900, Sigurður nordal setti saman, Reykja-
vík: Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, 1931, bls. ix–xxxii, hér bls. xx. Dæmi um
Aldasöngs-syndrómið á sviði listasögu má sjá hjá Birni Th. Björnssyni sem taldi
kirkjulega myndlist hafa beðið mikið afhroð á siðaskiptatímanum. Hann benti samt
á að annar lútherski biskupinn í Skálholti, Marteinn Einarsson (d. 1576), var mennt-
aður listmálari og síðar hafi t.d. Hjalti Þorsteinsson (1665–1754) prestur í Vatns-
firði haldið uppi merkinu. Á 17. og 18. öld telur hann svo hagræna og félagslega
þætti hafa komið í veg fyrir endurvakningu listarinnar eftir „myndfælni siðaskipta-
tímans“. Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld: Drög að sögulegu yfirliti