Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 27
BjöRn ÆGIR nORðFjöRð
26
vinsælda og áhorfendur ekki látið ýmsar tæknilegar ambögur slá sig út af
laginu þarf ekki að koma á óvart að þessi uppgangur í leiknum frásagnar-
myndum hafi fljótt runnið sitt skeið. Ljósmyndararnir Óskar og Loftur voru
báðir frumherjar í fyllstu merkingu orðsins og réðust í kvikmyndagerð af
áhuganum einum saman. Þeir nutu hvorki fjárhagslegs stuðnings né gátu
þeir leitað á náðir reyndra eða lærðra kvikmyndagerðarmanna. Ennfremur
taldi fjöldi landsmanna um miðbik 20. aldar ekki nema rétt rúmlega 140
þúsund manns,13 og engin von var til að dreifa þessum kvikmyndum erlend-
is. Þó ber að geta þess að undir lok fimmta áratugarins fjölgaði mjög kvik-
myndahúsum í höfuðborginni en þá tóku til starfa Trípólí-bíó og Hafnarbíó
í bröggum, sem höfðu þjónað sama tilgangi á meðan á hernáminu stóð, og
með öllu meiri glæsibrag Stjörnubíó og Austurbæjarbíó.14
Í ljósi vandkvæða við innlenda kvikmyndagerð leitaði fyrirtækið Edda-
film sem stofnað var til árið 1949 hófanna um erlent samstarf, en helsta
markmið þess var engu að síður að kvikmynda íslensk bókmenntaverk.15
Þannig birtist Salka Valka (Arne Mattson) í kvikmyndaformi árið 1954, með
fallegum útitökum Svens nykvist af íslenskri náttúru, en fyrst og fremst
var um að ræða sænska kvikmynd. næsta verkefni Edda-film var aðlögun á
skáldsögu Indriða Þorsteinssonar, 79 af stöðinni (Erik Balling, 1962), og var
þar á ferðinni kvikmynd sem var í nær öllum skilningi íslensk, þrátt fyrir
þátttöku dansks upptökuteymis. Hún var mynduð á íslensku og með íslensk-
um leikurum. Þótt vel hafi tekist til varð ekki framhald á framleiðslu Edda-
film, en áður en yfir lauk aðstoðaði fyrirtækið við gerð dönsku myndarinnar
Den Røde kappe (Rauða skikkjan, 1967).
Í dag er það með nokkrum ólíkindum að hugsa til þess að fimmtán ár
hafi liðið þar til næst var frumsýnd leikin íslensk kvikmynd: Morðsaga Reynis
Oddssonar árið 1977. Það býður þó heim ákveðinni hættu að einblína í
þessu sambandi um of á kvikmyndir einar sér því í millitíðinni, nánar til-
tekið í september árið 1966, hóf Ríkissjónvarpið útsendingar og varð í fram-
haldi þungamiðja íslenskrar kvikmyndagerðar í ákveðnum skilningi allt fram
að stofnun Kvikmyndasjóðs. Þar var einnig um að ræða stakkaskipti í þeim
13 „Lykiltölur mannfjöldans 1703–2014“, Hagskinna. Reykjavík: Hagstofa Íslands,
2014, sótt 12. nóvember 2015 af http://hagstofan.is/Hagtolur/Mannfjoldi/Yfirlit.
14 Sjá um sögu kvikmyndasýninga hérlendis í Ljósin slökkt og filman rúllar: Saga Fé-
lags sýningarmanna við kvikmyndahús og þróun kvikmyndasýninga á Íslandi frá 1903 til
vorra daga eftir Björn Inga Hrafnsson, Reykjavík: FÍK, 2003, sótt 22. febrúar 2019
af http://www2.rafis.is/fsk/bokin/index.htm.
15 Arnaldur Indriðason, „Stofnun og saga kvikmyndafyrirtækisins Edda-film“, Heimur
kvikmyndanna, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík: Forlagið og art.is, 1999, bls. 886–893.