Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Qupperneq 112
„TAuMlAuST BlóðBAð áN liSTRæNS TilgANgS“
111
á öndverðum níunda áratugnum markaði Þjóðviljinn sér ákveðna sérstöðu
í fjölmiðlalandslaginu með því að gera tilvist ofbeldismynda á myndbanda-
leigum að sérlegu viðfangsefni sínu, og fylgja því eftir af mikilli einurð. og
það var á síðum Þjóðviljans sem þjóðinni var kunngert allrækilega um ítölsku
myndbandsmeinsemdina. á forsíðu blaðsins þann 12. janúar 1983 gaf að líta
flennistóra fyrirsögn, „Alvöru morð og nauðgun“, og yfir henni aðra minni,
„Hámark ofbeldisöldunnar inn á íslenskar vídeóleigur“.91 Í sjálfri fréttinni er
það svo staðfest að kvikmyndin Cannibal Holocaust sé í umferð hér á landi,
„eins og grunur lék á“.92 Fram kemur að blaðamaður Þjóðviljans hafi fengið
myndina leigða í vídeóleigunni ÍS-ViDEó í Kópavogi daginn áður. Til að
ítreka að um vettvangsrannsókn hafi verið að ræða, og draga fram þunga
málsins, er lunginn af forsíðunni lagður undir ljósmynd af blaðamanninum
þar sem hann stendur alvörugefinn inni á myndbandaleigunni með mann-
ætumyndina uppstillta milli fingranna. Fréttin er að mestu lögð undir út-
leggingu á æsilegri fyrirsögninni:
Fyrir utan gífurlegt ofbeldi, raunverulegar nauðganir og
mannakjötsát sýnir myndin hvar indíánakona er drepin, og hefur
sænskur blaðamaður sem ferðast hefur mikið um Suður-Ameríku
staðhæft að konan hafi verið drepin fyrir framan myndatökuvélina.
grunurinn um raunverulegt morð kviknaði upphaflega í New
York, þar sem vinur eins „leikandans” í myndinni taldi sig þekkja
andlit stúlku sem horfið hafði sporlaust eftir kvikmyndaleiðangur í
frumskógum Suður- Ameríku.93
undir lok fréttarinnar er upplýst að Þjóðviljinn ætli að kæra myndina til emb-
ættis saksóknara ríkisins. Ekki er þó umfjölluninni lokið því önnur grein um
myndina birtist á innsíðum blaðsins og yfirskriftin þar er, „Blaðamaður Þjóð-
viljans horfði á Cannibal Holocaust“.94 Aðalfyrirsögnin er hins vegar aðeins
eitt orð: „óhugnaður“.95 Með hliðsjón af uppskrúfuðum geðblæ forsíðu-
fréttarinnar þar sem blaðamenn halda hvergi aftur af sér í að útmála myndina
sem eina þá skelfilegustu sem gerð hefur verið, og því haldið blákalt fram að
hún kunni að vera glæpsamleg á fordæmalausan hátt í kvikmyndasögunni,
bil 40 löndum, þar á meðal auðvitað á Íslandi. Steve Rose, „Cannibal Holocaust: Keep
filming! Kill more people!“, The Guardian.com.
91 „hól/ekh“, „Alvöru morð og nauðgun“, Þjóðviljinn, 12. janúar 1983, bls. 1.
92 „hól/ekh“, „Alvöru morð og nauðgun“, bls. 1.
93 Sama heimild, bls. 1.
94 „gFr“, „óhugnaður“, Þjóðviljinn, 12. janúar 1983, bls. 3.
95 Sama heimild, bls. 3.