Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 14
FRÁ SVEITABÆNUm Að STAFRÆNU BYLTINGUNNI
13
hafi verið ein af ástæðunum fyrir því
að íslensk kvikmyndagerð rétti fyrr
úr kútnum en óttast var.26
Hrunsmyndin Vonarstræti (2014)
eftir Baldvin Z vakti mikla athygli
en er enn sem komið er eina leikna
frásagnarmyndin sem fæst við hrun-
ið með beinum hætti. 27 Við banka-
hrunið hefur þó ef til vill einkum
verið fengist í heimildarmyndagerð
og má í því sambandi nefna Guð
blessi Ísland (Helgi Felixson, 2009),
Maybe I Should Have (Gunnar Sig-
urðsson, 2009) og Ge9n (Haukur
már Helgason, 2011).
Í umræðunni hér að framan
hefur sjónum einkum verið beint að
leiknu íslensku frásagnarmyndinni
í fullri lengd. Það takmarkar auð-
vitað breidd söguskoðunarinnar og
afmarkar við eina tiltekna birtingar-
mynd kvikmyndagerðar á Íslandi. Það er jafnframt gert á kostnað annarra
kvikmyndaforma, s.s. heimildarmyndarinnar, stuttmynda, tilraunamynda,
sjónvarpsmynda og fræðslumynda. Rýmisins vegna kom þó ekki annað til
greina, og rök mætti hugsanlega færa fyrir því að gerð frásagnarmynda í fullri
lengd sé hálfgerð loftvog fyrir íslenska kvikmyndaiðnaðinn í heild; sé gerð
slíkra mynda blómleg má ætla að gangur sé einnig í hinum kvikmyndaform-
unum. Ljóst er þó að áríðandi verkefni bíður fræðimanna sem um íslenskar
26 Sjá í þessu samhengi viðtal við Ara Kristinsson leikstjóra og kvikmyndatökumann,
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, „Bylting íslenskrar kvikmyndagerðar“, Menning.
Sérblað Fréttablaðsins um menningu og listir, janúar 2010, bls. 1, 6-7.
27 Á ráðstefnunni Hrunið – þið munið sem haldin var í Háskóla Íslands dagana 5.-6.
október 2018 flutti Kjartan már ómarsson erindi er nefndist „Á býlinu, á götunni
og á þingi: Hrunið í þremur íslenskum samtímakvikmyndum“ (óbirt) þar sem hann
færði rök fyrir því að bæði Hrúta eftir Grím Hákonarson og XL (2013) eftir martein
Þórsson bæri að lesa sem hrunsmyndir. Þess má geta að ráðstefnuvefurinn gegnir
einnig hlutverki gagnagrunns um hrunið, og er þar menningarefni sem gerir hrunið
að viðfangsefni gefinn sérstakur gaumur og eru kvikmyndir þar með taldar. Vefinn
er að finna hér: http://hrunid.hi.is/.
Hrunsmyndin Vonarstræti (2014) eftir
Baldvin Z vakti mikla athygli en er enn
sem komið er eina leikna frásagnar-
myndin sem fæst við hrunið með bein-
um hætti.