Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 37
BjöRn ÆGIR nORðFjöRð
36
sjaldnast hafa neitt með Ísland að gera.33 Þessi stórkostlegu umskipti birtust
með skýrum hætti á forsíðu sunnudagsblaðs Morgunblaðsins undir lok árs
2012 þar sem undir flennistórri fyrirsögn „Bíólandið“ hafði verið sett saman
kort af Íslandi sem samanstóð af frægum leikstjórum og kvikmyndastjörnum
sem sótt höfðu heim landið. Ekki er einn einasta Íslending að finna á landinu
né heldur íslenska kvikmynd á kortinu inni í blaðinu sem sýnir helstu töku-
staði Hollywood-myndanna.34
Það má velta því fyrir sér hvort þessi Hollywood-væðing leiði eðlilega
af breyttum skilningi á eðli og mikilvægi íslenskrar kvikmyndagerðar. Líkt
og þegar hefur komið fram var Kvikmyndasjóði komið á fót á menningar-
legum forsendum; gera átti myndir á íslensku, um íslensk efni (ekki síst bók-
menntaaðlaganir), fyrir Íslendinga og af Íslendingum. Með öðrum orðum
áttu myndirnar að vera þjóðlegt, menningarlegt og listrænt mótvægi við
Hollywood. En smátt og smátt varð Hollywood að hinni eiginlegu fyrirmynd
þar sem ekki aðeins voru gerðar myndir í anda bandarískra kvikmyndagreina
heldur var áherslan mikið til á skemmtanagildi (fremur en menningarleg
og listræn viðmið), arðbærni, sköpun starfa, gjaldeyristekjur og svo ekki sé
minnst á hina lífseigu hugmynd um landkynningargildi íslenskra mynda. Að
einhverju leyti fylgir hér íslensk kvikmyndagerð í kjölfar nýfrjálshyggjunnar
á Íslandi almennt, en talsmenn kvikmyndaiðnaðarins hafa mikið til fylkt sér
að baki henni og leggja í baráttu sinni fyrir auknum ríkisstyrkjum til handa
iðnaðinum áherslu á margvíslegan fjárhagslegan ávinning fremur en hin
þjóðlegu menningargildi sem bjuggu að baki stofnunar sjóðsins.35 Það sem
gerst hefur er að íslensk kvikmyndagerð er ekki lengur skilgreind á menn-
ingarlegum forsendum heldur fyrst og fremst iðnaðarlegum, en á forsendum
iðnaðar skiptir litlu máli hvort framleiðsluvaran sé íslensk eða bandarísk.
Líkt og nú má vera orðið ljóst leysir nýjabrum hvers áratugar ekki af
hólmi eldri viðmið heldur bætist það við flóru kvikmyndagerðar á Íslandi
og þá sem ráðandi þáttur fyrst um sinn hið minnsta. Þannig hættu íslenskir
kvikmyndagerðarmenn auðvitað ekki að gera eigin myndir þrátt fyrir ásókn
33 Björn norðfjörð, „Hollywood Does Iceland“, Films on Ice: Cinemas of the Arctic,
ritstj. Anna Westerstahl Stenport og Scott MacKenzie, Edinburgh: University of
Edinburgh Press, 2015, bls. 176–186.
34 Pétur Blöndal „Bíólandið“, Morgunblaðið, 25. nóvember 2012, bls. 48–49.
35 Hér mætti vísa aftur til skýrslu Samtaka kvikmyndagerðarfélaga sem snýr nær alfarið
að margvíslegum fjárhagslegum ávinningi íslenska ríkisins af styrkjum til handa ís-
lenskri kvikmyndaframleiðslu þótt á einum stað sé vikið stuttlega að menningargildi
sem ekki verði metið „til fjár.“ Ólafur Arnarson, Hilmar Sigurðsson og Anna María
Sigurjónsdóttir, „Hverjir fjármagna íslensk kvikmyndaverk?“, bls. 6.