Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 233
HJALTI HugASOn
232
stofnun og vildi takmarka völd kirkjunnar yfir því.97 Má raunar líta svo á að
sú skipan hafi verið komin hér á fyrir siðaskipti. En fyrr á tíð höfðu festar
þar sem brúðgumi fastnaði sér heitkonu sína haft úrslitaáhrif við að koma á
löglegum hjúskap jafnvel áður en brúðkaup hafði verið gert.98 Hér á landi
breyttu hjúskaparartikúlar Friðriks II. frá 1587 engu í þessu efni þvert ofan í
það sem að var stefnt. Samkvæmt þeim átti trúlofun að koma í stað festanna.
Trúlofunin skapaði á hinn bóginn ekki nægilegar forsendur til sambúðar
heldur skyldu koma til lýsingar af predikunarstóli auk hjónavígslu. Trúlofað
fólk mátti því ekki taka upp sambúð eða samlíf. Hjúskapargreinar Friðriks
konungs voru því ekki í samræmi við kenningar Lúthers um veraldlegt eðli
hjónabandsins.99 Hér héldu festarnar fyrri stöðu allt fram undir miðja 18.
öld þegar hjúskapartilskipun í anda píetismans öðlaðist gildi. niðurstaða
Björns Björnssonar siðfræðiprófessors sem mest rannsakaði þessi mál var
enda að áhrifa Lúthers hafi sáralítið gætt á sviði hjúskaparmálanna.100
Setning Stóradóms markaði stórt skref í þá átt að kynferðismál yrðu al-
gerlega veraldlegur málaflokkur. Tildrög hans voru að lögmenn landsins,
Eggert Hannesson (1515?–1583) og Páll Vigfússon (d. 1570), bentu kon-
ungi á að ekki væru til nein lög á Íslandi er kvæðu á um refsingar við hór-
dómi, sifjaspellum og öðrum brotum á sviði kynferðismála eftir að kristin-
réttur miðalda féll úr gildi og fóru þess á leit við hann að hann kvæði á
um viðurlög í kynferðisbrotamálum. Fól hann biskupunum, gísla Jónssyni
(1515–1587) og ólafi Hjaltasyni (1491?–1569) að taka saman tillögur eða
frumvarp er kvæði á um refsingar við blóðskömm, hórdómi og lauslæti. Þeir
færðust undan og töldu réttara að prófessorum við Hafnarháskóla yrði falið
verkefnið. Var sú leið farin en bar ekki árangur. Leiddi alþingi málið loks til
lykta og hlaut ákvörðun þess staðfestingu konungs 1565.101
Með Stóradómi var bætt við einum nýjum brotaflokki sem kristinréttur
miðalda hafði ekki kveðið á um, þ.e. barneignum fyrir hjónaband. Þá voru
refsingar við öðrum brotum þyngdar og tekin upp dauðarefsing fyrir alvar-
legustu brotin. Sektir runnu til veraldlegra aðila, konungs og sýslumanna,
en ekki til kirkjunnar eins og verið hafði. Stórt skref var þar með stigið í
97 Björn Björnsson, „um hjúskaparmál í lútherskum sið“, bls. 142–144.
98 Sama rit, bls. 145.
99 Sama rit, bls. 144–148.
100 Sama rit, bls. 151.
101 Sama rit, bls. 150–151. Davíð Þór Björgvinsson, „Stóridómur“, Lúther og íslenskt
þjóðlíf: Erindi flutt á ráðstefnu um Martein Lúther, er haldin var 4. nóvember 1983 í tilefni
þess að 500 ár voru liðin frá fæðingu hans, ritstj. gunnar Kristjánsson o.a., Reykjavík:
Skálholt, Hið íslenska Lúthersfélag, 1989, bls. 119–140, hér bls. 120–121.