Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 186
HRIFMAGNSBÍóIð: ÁRBÍóIð, ÁHORFANDINN OG FRAMÚRSTEFNAN
185
Vissulega kann margt að greina á milli Lumières og Méliès, en ekki ætti að
líta á þá sem andstæða fulltrúa frásagnarkvikmynda og kvikmynda án frá-
sagnar, í það minnsta eins og við skiljum þessa andstæðu í dag. Æskilegra
er að steypa þeim saman undir þeim formerkjum að þeir töldu kvikmyndina
síður til þess fallna að segja sögur en að sýna röð svipmynda, sem heilluðu
áhorfendur með blekkingarleik sínum (hvort sem það var raunsæisleg tál-
sýn hreyfingarinnar sem fyrstu áhorfendum Lumière var boðið upp á, eða
töfrandi sjónhverfingar Méliès) og framandleika. Ég tel m.ö.o. að tengslin
sem bæði kvikmyndir Lumière og Méliès (og margra annarra kvikmynda-
gerðarmanna fyrir 1906) mynda við áhorfandann megi rekja að sömu rót
og séu frábrugðin því sambandi sem frásagnarkvikmyndir komu á fót eftir
1906, þar sem áhorfandinn var í forgrunni. Ég mun kenna þær kvikmyndir
sem falla undir fyrri skilgreininguna við „hrifmagnsbíóið“. Þessi gerð kvik-
mynda réð að mínum dómi ríkjum allt fram til 1906-1907. Þrátt fyrir að
þessar kvikmyndir búi ekki yfir sömu frásagnaráherslum, né heldur hafi þær
innlimað frásögnina líkt og kvikmyndir á tímum Griffths, eru þær ekki alls
kostar andstæða þeirra. Raunar hverfur hrifmagnsbíóið ekki með gerræði
frásagnarinnar heldur leitar undir yfirborðið, í tiltekna framúrstefnustarf-
semi og sem liður í frásagnarmyndum, þar sem það verður meira áberandi í
vissum greinum (t.d. söngvamyndinni) heldur en öðrum.
Hvernig má skilgreina hrifmagnsbíóið? Í fyrsta lagi er það bíó sem
grundvallast á þeim eiginleika sem Léger lofsöng: getunni til að sýna eitt-
hvað. ólíkt gægjuþörf frásagnarbíósins, sem Christian Metz7 tók til grein-
ingar, er þetta bíó sýnihvatarinnar. Ég hef í öðrum skrifum mínum fjallað
um ákveðna eiginleika árbíósins, sem eru lýsandi fyrir þetta ólíka samband
við áhorfendur sem hrifmagnsbíóið kemur á: hvernig leikarar horfa síendur-
tekið í tökuvélina. Athöfn af þessu tagi, sem síðar meir þótti grafa undan
raunsæis-blekkingu kvikmyndarinnar, er hér framkvæmd með tilþrifum, til
að ná sambandi við áhorfendur. Gamanleikarar glotta í tökuvélina, sjón-
hverfingamenn töfrabragðamynda baða út höndum og hneigja sig ítrekað,
því þetta eru kvikmyndir sem setja sjónarspil sitt í forgrunn og falast eftir að
brjóta upp sjálfum sér nógan söguheim í von um að fanga athygli áhorfenda.
Sýnihvötin verður bókstafleg í syrpu erótískra kvikmynda sem þjónuðu
mikilvægu hlutverki í framleiðslu fyrstu kvikmyndanna (sama sýningarskrá
Pathés auglýsti píslargöngu Krists og „scènes grivoises d’un caractère pi-
7 Christian Metz, The Imaginary Signifier: Psychoanalysis and the Cinema, þýð. Celia
Britton, Annwyl Williams, Ben Brewster og Alfred Guzzetti, Bloomington: Indiana
university Press, 1982, sér í lagi bls. 58–80 og bls. 91–97.