Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 202
TAKMARKANDI ÍMYNDUNARAfL ÞJóðARBÍóSINS
201
á móti þeim með nýstárlegum hætti.
Umræðan um þjóðarbíó þarf að vera meðvitaðri um viðtökulegan fjöl-
breytileika, horfast í augu við að merkingin sem áhorfendur leggja í kvik-
mynd veltur að miklu leyti á menningarlegu samhengi áhorfsins. Hreyfing
kvikmynda yfir landamæri kann að koma með framandi þætti inn í „inn-
lenda“ menningu. Möguleg viðbrögð við þessu eru taugaveiklaðar áhyggjur
af áhrifum menningarlegrar heimsvaldastefnu, áhyggjur af því að heima-
menningin verði fyrir áhrifum, eða jafnvel eyðilögð, af erlendum inn-
rásaraðila. Þveröfug viðbrögð felast í viðhorfinu um að innleiðsla framandi
menningarþátta kunni að hafa frelsandi eða lýðræðisvekjandi áhrif á heima-
menninguna, að hún víkki út umræðu innan menningarinnar. Þriðji mögu-
leikinn er svo að heimamenn álíti innflutta efnið síður en svo framandi,
heldur verði það túlkað í samræmi við innlent merkingarkerfi, að það verði
með öðrum orðum metafórískt þýtt yfir í málvenjur staðarins.15
Menningarleg fjölbreytni og þjóðleg sérvirkni: Varðandi
stjórnarstefnu
Ein af aðferðunum fyrir þjóð til að eiga í samtali við sjálfa sig, og leita leiða
til að aðskilja sig frá öðrum, er í gegnum opinber stefnumál. óttinn við
menningarlega og efnahagslega heimsvaldastefnu hefur auðvitað mótað
stjórnarstefnu fjölmargra þjóða með gagngerum hætti. Af því leiðir að þótt
hugmyndin um þjóðarbíó valdi nokkrum ama í fræðilegri umræðu þá skiptir
hún ennþá umtalsverðu máli þegar að opinberum stefnumálum kemur. Eitt
af vandamálunum við að beita löggjöfinni til að styðja við eða koma á fót
öflugu þjóðarbíói, með það að markmiði að þjóðarbíóið öðlist þannig svig-
rúm til að dafna í friði fyrir erlendum keppinautum, er að lagasetningar
geta sjaldnast haft meira en yfirborðsleg áhrif á það sem í raun er fylgifiskur
hins alþjóðlega kapítalíska hagkerfis. Ein af lausnunum hefur verið að ríkis-
stjórnir starfi saman á þverþjóðlegum grunni, einkum varðandi það sam-
eiginlega evrópska styrkjakerfi sem komið var á fót af Evrópusambandinu
og Evrópuráðinu.
Ekki er hægt að neita því að hugmyndin um þjóðarbíó er enn merk-
15 fyrir upplýsandi umræðu um menningarleg þýðingarferli, sjá Tim Bergfelder, „The
Internationalisation of the German film Industry in the 1950s and 1960s“, óútgefin
doktorsritgerð, Norwich: University of East Anglia, 1999. Tim Bergfelder, „Ne-
gotiating Exoticism: Hollywood, film Europe and the Cultural Reception of Anna
May Wong“, Film Europe and Film America.