Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 147
SiGRÚn MaRGRéT GUðMUndSdóTTiR
146
finnur til líkamlegrar vanlíðunar. Pétur er hins vegar of upptekinn við að
sinna tónsmíðunum – og fiðluleikaranum Ásu – til að hlusta á Björgu. Á
meðan einangrast hún meira með hverjum deginum í húsinu, en ekki síður
í eigin huga. Björg verður smám saman eins og kvensöguhetja gotneskra
sagna, nema í stað þess að vera læst inni í molnandi kastala er hún fangi í
húsi á besta stað í miðbæ Reykjavíkur.34
„Þú hefur nægan tíma til að taka til“
Gotneskur hryllingur fer gjarnan fram innan veggja heimilisins. Kvik-
myndafræðingurinn Mark Jancovich ræðir í því samhengi að hrollvekjur
hafi gjarnan tekið á ótta kvenna við að verða fangar á heimilum sínum; enda
hafa hryllingsbókmenntir og -kvikmyndir fjallað um „vald og undirokun í
tengslum við líkamann, einstaklinginn eða í almennu félagslegu samhengi“.35
Það sem er dulið og bælt í kunnuglegu umhverfi vekur sérstaka skelfingu því
hið gotneska grefur undan öryggi hversdagsleikans.36 Það var bókmennta-
fræðingurinn Ellen Moers sem notaði fyrst hugtakið kvengotneska (e. female
gothic) um slíkan skáldskap sem var skrifaður af konum, en hugtakið vísar
einnig til ótta við kynferði og móðurhlutverkið sem birtist í sögunum.37 Með
34 Hér er rétt að nefna að kvikmyndir Egils Eðvarðssonar fjalla oftar en ekki um konur
sem eru kúgaðar af valdhöfum; eiginmönnum, ráðamönnum eða þrælahöldurum.
Gotnesk þemu á borð við kynferðislega áþján, bælingu og geðveiki fela í sér sam-
félagsádeilu þar sem karlmenn (af hærri þrepum samfélagsstigans) drottna yfir kon-
unum. Í Agnesi (1995) er stéttaskiptingin sérstaklega dregin fram á milli yfirboðara
og vinnufólks, en sömu þemu eru ríkjandi í Dómsdegi þar sem Sólborg ásækir Einar
Benediktsson á ævikvöldinu. Myndin tekur einna helst á valdaleysi vinnuhjúa and-
spænis presta- og lögfræðingastéttinni. Í öllum myndunum mætast tveir söguþræðir
sem eiga sér stað í fortíð og samtíma. Í Agnesi segir t.d. „Ekki hefur kona vald yfir
líkama sínum heldur maðurinn“, sjá Agnes, leikstj. Egill Eðvarðsson, Reykjavík: Saga
Film, 1995.
35 Mark Janchovich, Horror, London: B. T. Batsford, 1992, bls. 118.
36 Gina Wisker, Contemporary Women’s Fiction. Carnival, Hauntings and Vampire Kisses,
London: Palgrave Macmillian, 2016, bls. 214.
37 Það var í greininni „Female Gothic, the Monster’s Mother“ sem birtist í The New
York Review of Books 21. mars árið 1974 sem Moers notaði hugtakið fyrst. Hún tók
Frankenstein sem dæmi um hið kvengotneska og hélt því fram að skáldsagan væri
mótuð af reynslu Mary Shelley af því að ganga með og eiga börn. Í greininni ræðir
hún einnig hvernig hryllingurinn heltekur líkama lesenda – þannig geta lesendur
fundið ótta sögupersóna á eigin skinni. Í þeim skilningi verður hrollvekjan að nokk-
urs konar reimleikahúsi fyrir lesendur. Moers segir: „Það er auðvelt að skilgreina
það sem ég á við með hinu kvengotneska: það eru verk kvenrithöfunda innan bók-
menntagreinarinnar sem við höfum kallað gotnesku stefnuna frá átjándu öld. En það