Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Qupperneq 91
BjöRN ÞóR VilHjálMSSoN
90
áþekka sögu er að segja frá Evrópu, og þá kannski einkum Vestur-Evr-
ópu, þótt formlegt skipulag kvikmyndaframleiðslu hafi aldrei verið jafn
niðurnjörvað þar og í Bandaríkjunum. Eftir að hin ólíku þjóðarbíó tóku á
sig mynd var framleiðslan gjarnan tvenns konar, „listamyndir“ og megin-
straumsmyndir annars vegar (hinar fyrrnefndu urðu þegar fram í sótti
mikilvægur fánaberi ólíkra þjóðarbíóa á erlendri grund) og svæðisbundnar
myndir hins vegar, sem heldur áttu sér þjóðlegan og afmarkaðan markhóp,
og þar sem jafnframt var oft braskað með forboðin efni.47 Þannig spratt
braskbíó upp í Evrópu líkt og í Bandaríkjunum og átti þá litla samleið með
„virðulegri“ verkum er ýmist fóru á kvikmyndahátíðir eða nutu almennra
vinsælda.48 Ítölsku „giallo“-myndirnar voru til að mynda aldrei hugsaðar til
útflutnings, það er varla að það hafi átt að sýna þær í helstu borgunum, þær
voru fyrst og fremst ætlaðar suðurhluta landsins og sveitabíóum.49
Hér verður einnig að hafa í huga mikilvæg umskipti sem eiga sér stað
röskum áratug fyrir tilkomu myndbandstækisins, en frá og með miðjum
47 á milli Vestur og Austur Evrópu er nauðsynlegt að gera greinarmun í þessu sam-
hengi, eins og vikið er að hér að framan. Austan járntjalds var skipulag kvikmynda-
framleiðslu og kvikmyndasýninga töluvert formlegt, alveg sérstaklega í Sovétríkj-
unum. önnur markaðssjónarmið réðu þar þó auðvitað ferðinni en í Bandaríkjunum
og Vestur-Evrópu. Þá felst ákveðin einföldun í útlistuninni á evrópska bíóinu.
Milli þjóðlanda og vestur-evrópskra þjóðarbíóa var auðvitað umtalsverður munur,
og aðgreiningin milli há- og lágmenningar, útflutningsmynda og „lókal“-mynda,
var ekki alltaf jafn afdráttarlaus og hér er gefið í skyn. En ofangreindri lýsingu á
evrópskri kvikmyndamenningu er fyrst og fremst ætlað að rissa í grófum dráttum
eins konar loftmynd af ákveðnum þróunarlínum og gagnast vonandi sem slík.
48 Sjá hér Danny Shipka, Perverse Titillation: The Exploitation Cinema of Italy, Spain
and France, 1960-1980, jefferson og london: McFarland and Company, 2011; Er-
nest Mathijs og Xavier Mendik, „Making Sense of Extreme Confusion: European
Exploitation and underground Cinema“, Alternative Europe: Eurotrash and Exploita-
tion Cinema Since 1945, ritstj. Ernest Mathijs og Xavier Mendik, london og New
York: Wallflower Press, 2004; Cathal Tohill og Pete Tomb, Immoral Tales: European
Sex & Horror Movies 1956-1984, New York og london: St. Martin’s Press, 1995. Þá
er stutt en ágætt yfirlit um stöðu hrollvekjunnar í samhengi við braskbíóið og kvik-
myndaframleiðslu í Evrópu að finna í Patricia Allmer, Emily Brick og David Hux-
ley, „introduction“, European Nightmares: Horror Cinema in Europe since 1945, ritstj.
Patricia Allmer, Emily Brick og David Huxley, london og New York: Wallflower
Press, 2012, bls. 1–9.
49 Þegar að ítölsku „giallo“-myndunum kemur eru það þrjú rit sem eru sérstaklega
gagnleg, Blood & Black Lace: The Definitive Guide to Italian Sex and Horror Movies
(liskeard: The Dark Side, 1999) eftir Adrian luther Smith, og svo So Deadly, So
Perverse: 50 Years of Italian Giallo Films. Volume 1: 1963-1973 (Baltimore: Midnight
Marquee Press, 2015) og So Deadly, So Perverse: 50 Years of Italian Giallo Films. Vol-
ume 2: 1974-2013 (Baltimore: Midnight Marquee Press, 2015) eftir Troy Howarth.