Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 185
TOM GuNNING
184
boðar nýja hugsun kvikmyndasögunnar og formgerða kvikmynda. Rann-
sóknir mínar á þessu sviði hafa verið unnar í samstarfi við André Gaudreault.4
Saga árbíósins, rétt eins og kvikmyndasagan almennt, hefur verið rituð og
sett í kennilegt samhengi undir formerkjum frásagnarmyndarinnar. Rann-
sóknir á kvikmyndagerðarmönnum árdaganna, til dæmis Smith, Méliès og
Porter, hafa umfram allt snúist um framlag þeirra til kvikmyndarinnar sem
frásagnarmiðils, sér í lagi til þróunar frásagnarklippingar. Þótt slíkar rann-
sóknir missi ekki fullkomlega marks, eru þær einsýnar og kunna að rang-
færa í senn verk þessara kvikmyndagerðarmanna og þau eiginlegu öfl sem
mótuðu kvikmyndina fyrir 1906. Með fáeinum athugunum má leiða í ljós
að árbíóið var hreint ekki knúið áfram af frásögninni, sem síðar drottnaði
yfir miðlinum. Fyrst mætti nefna gríðarlegt mikilvægi hversdagsmynda í
kvikmyndagerð árdaganna. Rannsóknir á höfundavörðum kvikmyndum
í Bandaríkjunum sýna að fram til ársins 1906 voru hversdagsmyndir fleiri
en frásagnarmyndir.5 Sú hefð Lumières að „setja heiminn í seilingarfjar-
lægð“ í ferðamyndum og umræðumyndum hvarf ekki þegar hætt var að nota
kínematógrafinn [fr. Cinématographe] í kvikmyndagerð.
En jafnvel þegar tökur sneru ekki að hversdeginum – sem stundum hefur
verið vísað til sem „Méliès-hefðarinnar“ – var hlutverk frásagnarinnar nokk-
uð ólíkt því sem það gegnir í hefðbundnum frásagnarmyndum. Méliès lýsti
sjálfur vinnubrögðum sínum þannig:
Hvað atburðarásina, „föfluna“, eða „söguna“ snertir, huga ég að-
eins að henni undir lokin. Ég get fullyrt að atburðarás byggð á
slíkum grunni hefur ekkert vægi, enda er hún aðeins til málamynda
svo hægt sé að framkvæma „sviðsbrellurnar“, „trixin“, eða stilla
upp snoturri sviðsmynd.6
4 Sjá greinar mínar: „The Non-Continuous Style of Early Film“, Cinema 1900-1906,
ritstj. Roger Holman, Brussel: FIAF, 1982 og „An unseen Energy Swallows Space:
The Space in Early Film and its Relation to American Avant Garde Film“, Film
Before Griffith, ritstj. John L. Fell, Berkeley: university of California Press, 1983,
bls. 355-366, og sameiginlegt erindi okkar sem M. Gaudreault flutti á Kvikmynda-
söguráðstefnunni í Cerisy (ágúst 1985) „Le cinéma des premiers temps: un défi à
l’histoire du cinéma?“ Þá langar mig líka til að ítreka mikilvægi samræðna minna
við Adam Simon og von okkar um að rannsaka frekar sögu og sifjafræði kvikmynda-
áhorfandans.
5 Robert C. Allen, Vaudeville and Film: 1895-1915, A Study in Media Interaction, New
York: Arno, 1980, bls. 159 og bls. 212-213.
6 Georges Méliès, „Importance du scenario“ í Georges Sadoul, Georges Méliès, Paris:
Seghers, 1961, bls. 116 [mín þýðing].