Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 140
„TvEGGJa Hæða HÚS Á BESTa STað Í BænUM“
139
sem sá um kvikmyndatökuna, var að frumsemja handrit kvikmyndarinnar.
Björn segir þannig frá hugmyndum þeirra um handritið:
við gengum út frá því í upphafi, að ef við gerðum mynd, yrði hún
frumsamin. við vildum alls ekki hnýta kvikmyndagerðina aftan í
bókmenntirnar eða einhverjar aðrar listgreinar. Þegar við erum að
byrja kvikmyndagerð í landinu, er engin ástæða til þess að ráðast á
stórfelld afrek á einu listsviði til þess að reyna að koma sér á lappir
á öðru. af hverju ekki að koma upp verkþekkingu, af hverju ekki
að læra aðferðirnar við að gera handrit og segja sögu í myndum og
koma okkur upp ákveðnum standard í kvikmyndagerð? Þá getum
við tekist á við njálurnar og hvað það nú heitir, en ekki fyrr“.10
Fundir þeira félaga fóru fram í risherbergi Torfunnar11 sem Björn segir að
hafi átt sinn þátt í að hugmyndin um reimleikahúsið hafi kviknað:
við vorum staddir í þessu gamla húsi og á fimm mínútum kom hug-
myndin upp: af hverju ekki gamalt hús? Þessi hús eiga sér sína sögu
og þar hefur eitt og annað gerst. Ef veggirnir gætu talað, kæmist
maður að ýmsu. Hvað er að gerast í bænum í dag? Ungt fólk flytur
inn í gömul hús. Kannski er lík múrað inn í einn vegginn, og því
ekki að spinna út frá því? 12
Svo fór að líkið var grafið í Húsinu ef svo má að orði komast, því má segja
að grunnurinn að því að íslenskar hrollvekjur tóku að birtast á hvíta tjaldinu
hafi verið lagður þarna í Torfunni. Þess má geta að það var ekki fyrr en árið
1980 sem íslenskar kvikmyndir í fullri lengd fóru að koma út árlega, áður
höfðu liðið nokkur ár – jafnvel áratugir – á milli mynda.13 Húsið hlaut styrk
úr Kvikmyndasjóði árið 1982. Heildarkostnaður við gerð myndarinnar var
rúmar fjórar milljónir króna og um sextíu þúsund áhorfendur þurfti til að
endar næðu saman.14 Það jafngildir um fjórðungi þjóðarinnar árið 1983.15
Rúmu ári eftir frumsýningu hafði myndin fengið 62-63.000 gesti ef marka
10 Guðlaugur Bergmundsson, „Helgarpóstsviðtalið“, bls. 12.
11 nefna má að húsið, sem dró nafn sitt af Bernhöftstorfu, var reist árið 1838.
12 Guðlaugur Bergmundsson, „Helgarpóstsviðtalið“, bls. 12.
13 Regluleg framleiðsla kvikmynda helst í hendur við að Kvikmyndasjóður var stofnað-
ur árið 1978. Talað hefur verið um að íslenska kvikmyndavorið hefjist með stofnun
Kvikmyndasjóðs, eða öllu heldur fyrstu úthlutuninni árið 1979.
14 „Frumsýning Hússins á laugardag“, Morgunblaðið, 10. mars 1983, bls. 18.
15 Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru Íslendingar 235.537 1. janúar 1983. Sjá
nánar um þróun mannfjölda á Íslandi á www.hagstofan.is.