Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 47
GuNNAR TómAS KRiSTóFERSSoN
46
myndir án töfralampa ásamt öðrum sjónhverfingum og ekki staðið fyrir
skyggnusýningum eins og hingað til hefur verið talið.8 Samkvæmt skrifum
ingu Láru hafði Þorlákur ó. Johnson kaupmaður dvalið lengi í Englandi og
árið 1879 auglýsti hann myndasýningu sem væri sú fyrsta í Reykjavík og því
telur inga Lára réttilega að Þorlákur sé frekar frumkvöðull á sviði skugga-
myndasýninga á Íslandi en Sigfús Eymundsson.9 Fljótlega voru Sigfús og
Þorlákur þó farnir að vinna saman að sýningum og þær urðu reglulegri. Í
Þjóðólfi árið 1884 var þeim þakkað fyrir að verða íbúum Reykjavíkur úti um
skemmtun, enda lítið fyrir slíku að fara samkvæmt blaðamanni.10
á sýningunum voru sýndar ýmsar skuggamyndir, bæði málaðar sem og
ljósmyndir, flestar frá útlöndum en þó líka nokkrar frá Íslandi. Í auglýsingu
fyrir sýningu í nóvember 1884 var sérstaklega minnst á skemmtilegar myndir
fyrir börn, myndir víðsvegar að úr heiminum og myndir sem sýndu ,,Þing-
velli, Almannagjá, fossinn í Almannagjá, Strokk að gjósa, Gullfoss, Brúará,
Hvítá í Borgarfirði, Leirá, Hvítárvelli, Barnafoss, Hvalfjarðarbotn, Reykja-
vík (ýmsar myndir), höfnina í Reykjavík, forngripasafnið að innan o.fl.“11
Þrátt fyrir nýjabrum sýninganna voru, samkvæmt umfjöllun ingu Láru,
ekki allir á eitt sáttir um gildi þeirra.12 Í Suðra birtist hörð gagnrýni ritstjór-
ans, Gests pálssonar, á þetta framlag til skemmtanalífs borgarinnar. Fátt var
undanskilið og í byrjun greinarinnar eru salarkynnin sjálf kennd við ,,sals-
kompu“, en sýningarnar fóru fram í litlum sal á heimili Þorláks. Svo hélt
Gestur áfram og næst var sýningin sjálf tekin fyrir:
Það er svo sem enginn öfundsverður af þeirri skemmtun, að sjá
þessar skuggamyndir, því þar er sárlítil uppbygging og fróðleikur í
og skemmtunin er helzt í því fólgin, að myndir eru sýndar, sem eiga
að vera hlægilegar, en eru langtum fremur grátlega fátæklegar.13
8 inga Lára Baldvinsdóttir, Sigfús Eymundsson, bls. 35. Það sem skapar ruglinginn er
að sama orð er notað yfir skuggamyndir með ljósi og handabrögðum eða úrklippum
sem varpa skuggamyndum á vegg og skuggamyndum þar sem töfralampi er notaður
til að varpa skyggnumyndum upp á vegg.
9 Sama rit, bls. 35.
10 ,,Fræðandi og skemmtandi“, Þjóðólfur, 15. 11. 1884, bls. 176. inga Lára Baldvins-
dóttir, Sigfús Eymundsson, bls. 35.
11 inga Lára Baldvinsdóttir, Sigfús Eymundsson, bls. 35.
12 Sama rit, bls. 35-36.
13 Gestur pálsson, ,,Skuggamyndir“, Suðri, 22. 11. 1884, bls. 115. inga Lára Baldvins-
dóttir, Sigfús Eymundsson, bls. 35-36.