Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 297
DAvÍð G. KRISTInSSOn
296
hjálmur síðar í skyn að afstaða Foucaults „styrki þau öfl sem ógna frjáls-
lyndu samfélagi“.90 Í skrifum um hrunið ýjar vilhjálmur nú að því að hugsun
af toga franska heimspekingsins hafi glætt það viðhorf sem réði ríkjum á
Íslandi fyrir hrun: „Habermas kallar afstöðu Foucaults eins konar ,gervisið-
fræði‘ vegna þess að hún gangist ekki við þeim siðferðilegu viðmiðum sem
hún óhjákvæmilega gangi út frá. Sé þeim hafnað kynda fræðin á sinn hátt
undir þeim spunaveruleika og valdhugsun sem réði til dæmis ríkjum í ís-
lensku samfélagi á undanförnum árum og gerði það að verkum að ímyndar-
smíð varð mikilvægari en raunveruleikaskyn.“91
Andspænis því sem virðast ítrekaðar tilraunir vilhjálms til að sverta
Foucault má spyrja hvort hér sé á ferð hrein sannleiksleit gersneydd allri
mælskulist.92 Sama spurning vaknar þegar vilhjálmur gagnrýnir önnur fyrir-
bæri sem hann virðist vera andvígur, t.d. (milliliðalaust) beint lýðræði. Enda
þótt vilhjálmur sé ekki fylgismaður þess líkans leiðir hann það ekki hjá sér
heldur kynnir það til sögunnar, þó ekki alltaf í jákvæðu ljósi. Þannig bendlar
hann t.d. kröfur fylgismanna beins lýðræðis við þá afstöðu að „hérlendis
gætu íslenskir fjölmiðlar talist mjög lýðræðislegir í þeim skilningi að til-
tölulega auðvelt er fyrir almenning að birta þar skoðanir sínar í aðsendum
greinum“.93 vilhjálmur vísar í þessu samhengi ekki til neinna heimilda um
að talsmönnum beins lýðræðis sé umhugaðra um aðsendar blaðagreinar al-
mennings en frelsi og gæði fjölmiðla. Auk þess telur hann rangt „að álykta að
stóraukið beint lýðræði hefði einhverju breytt í aðdraganda bankahrunsins.
En gagnstæð ályktun er miklu nærtækari. Margir hafa sýnt fram á að hér
,dönsuðu allir með‘.“94 vilhjálmur færir engin frekari rök fyrir þeirri ályktun
sinni að beint lýðræði hefði einfaldlega aukið lögmæti aðgerða viðskipta-
jöfranna. Með áþekkum hætti lýsir hann kosningarfyrirkomulagi Mauraþúf-
unnar, undirbúningshóps Þjóðfundar 2009, ekki með hlutlausu orði á borð
við ‚kosningu‘ heldur nefnir það á gildishlaðinn hátt „vinsældakosningu“.95
90 vilhjálmur Árnason, „Hvers er siðfræðin megnug?“, Hvers er siðfræðin megnug? Safn
ritgerða í tilefni tíu ára afmælis Siðfræðistofnunar, ritstj. Jón Á. Kalmansson, Reykjavík:
Háskólaútgáfan, 1999, bls. 145–168, hér bls. 162.
91 vilhjálmur Árnason, „Árvekni eða auðsveipni?“, bls. 28.
92 Í öðru samhengi hefur vilhjálmur fjallað á jákvæðari hátt um heimspeki Foucaults.
Sjá t.d. vilhjálmur Árnason, „Scientific Citizenship in a Democratic Society“, Public
Understanding of Science 8/2013, bls. 927–940, hér bls. 938–939.
93 vilhjálmur Árnason, „valdið fært til fólksins? veikleikar og verkefni íslensks lýð-
ræðis í aðdraganda og eftirmála hrunsins“, Skírnir 1/2013, bls. 11–54, hér bls. 46.
94 Sama rit, bls. 37.
95 Sama rit, bls. 30.