Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 224
ÁHRIF SIðBóTARInnAR Á ÍSLAnDI
223
velferðar. Bent skal á að það sem framar segir um alþýðufræðslu og breyt-
ingar þær sem urðu á félagsstöðu presta tengist einnig efni þessa kafla (sjá
fyrri grein).
Ríki og kirkja
Sjálfur hafði Lúther margs konar afskipti af samfélagsmálum og sum rita
hans koma jafnvel inn á alþjóðastjórnmál eins og sjá má í Til hins kristna
aðals þýskrar þjóðar (1520).61 Þar fjallaði hann mjög um rétt páfa til gjaldtöku
af þýskum þegnum og afskipta af þýskum málefnum sem hann vildi setja
þröngar skorður.62 Þar og oftar þegar Lúther tjáði sig um samfélagsmál var
útgangspunkturinn þó kirkjulegur og þá yfirleitt siðbótarmálefnið sjálft, þ.e.
hvernig mætti koma fram umbótum í kirkjunni. Í ávarpinu til aðalsins kall-
aði hann fursta og aðalsmenn til ábyrgðar í því efni þar sem leiðtogar páfa-
kirkjunnar höfðu látið undir höfuð leggjast að bregðast jákvætt við gagnrýni
hans.63
grunnafstaða Lúthers í samfélagsmálum var þó að halda bæri aðskildum
valdsviðum hinna veraldlegu valdhafa — keisara, konunga, aðals og borgar-
ráða — og hinu andlega valdsviði kirkjunnar. Bæði veraldlegum og kirkju-
legum valdhöfum bar svo að styðja hina en hvorugir máttu fara út fyrir
hlutverk sitt.64 Veraldlegir valdhafar áttu að standa vörð um frið og réttlátt
samfélag sem og að vinna að velferð þegnanna á grundvelli veraldlegra laga.
Embættismenn kirkjunnar áttu aftur á móti að boða lögmál og fagnaðarer-
indi trúarinnar fólki til sáluhjálpar auk þess að hafa um hönd sakramenti
skírnar og kvöldmáltíðar.65 Þetta er hin svokallaða tveggja ríkja kenning sem
leiða má út af fjölmörgum ritum Lúthers án þess að hann hafi nokkurs staðar
sett hana fram sjálfur á samstæðilegan hátt. Hún er heldur ekki frá honum
komin en á rætur að rekja allt til Ágústínusar kirkjuföður (d. 430) og var
almennt viðtekin í einhverri mynd á miðöldum.66 Útfærsla Lúthers á kenn-
ingunni var þó sérstæð þar sem hún fól ekki í sér þá róttæku tvíhyggju sem
fylgdi henni á miðöldum heldur voru bæði valdsviðin fullgildir en þó sjálf-
61 Marteinn Lúther, Til hins kristna aðals þýskrar þjóðar: Um siðbót þeirrar kristilegu stéttar
árið 1520, ísl. þýðing eftir Vilborgu Auði Ísleifsdóttur sem einnig ritaði inngang,
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2012.
62 Sama rit, bls. 75–109, 134, 154.
63 Sama rit, bls. 45, 53, 64–66, 93–94, 95, 96, 98, 100, 134–135, 154–155, 184–185.
64 gunnar Kristjánsson, „Marteinn Lúther: Maður orðsins“, bls. 28.
65 Carl Henrik Martling, Svenskt kyrkolexikon: En kortfattad teologisk uppslagsbok,
Skellefteå: Artos, 2005, bls. 276.
66 gunnar Kristjánsson, „Marteinn Lúther: Maður orðsins“, bls. 28.