Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 265
XINYU ZHANG
264
bætist við texta svo að þeir textarnir verði bók kallað hliðartexti,53 en í sagn-
ritunarsjálfsögum má oft finna hliðartexta sem vísar beint eða óbeint til
frásagnarathafnarinnar og hann er til vitnis um „íhugun um samband texta
og hliðartexta í skáldsögu sem stefnir að staðreyndalegri nákvæmni (e. fac-
tual accuracy)“, eins og svissneski fræðimaðurinn Philippe Carrard bendir á í
grein um franskar sagnritunarsjálfsögur.54
Heimildanotkunin veldur því að í skáldsögunni rísa upp ýmiss konar
textatengsl, sem eru ýmist af sagnfræðilegum eða bókmenntalegum toga.
Það er þá ekki aðeins vitnað í sagnfræðileg rit, heldur líka önnur skáldverk:
varð hún [fiðlan] upphaf mikils fiðluleiks í marga ættliði eins og
lesa má um í bókum Böðvars Guðmundssonar, Híbýli vindanna og
Lífsins tré. (205)
Um dvöl séra Jóns í hellinum má lesa í Skáldsögu um Jón eftir Ófeig
Sigurðsson. Hún kom út árið 2010. (299)
Með því að viðurkenna og afhjúpa textatengslin gefur sögumaður til kynna
að sögurnar í Hundadögum séu bæði raunverulegar og skáldaðar. Skáldsagan
setur sig bæði í sögulegt og bókmenntasögulegt samhengi, og persónurnar
eru þannig bæði sögulegar og skáldsögulegar. Segja má því að Hundadagar
„setji sig inn í sögulega orðræðu, en neiti samt að afsala sér sjálfstæði sínu
sem skáldskapur“, eins og Hutcheon segir um sagnritunarsjálfsögur,55 en
mörkin á milli sagnfræðinnar og skáldskaparins verða sömuleiðis óljós, því
að hér er undirstrikað að sérhver texti flækir sig inn í alls konar textatengsl
fremur en vísi beinlínis út til raunverulegs empírísks heims. Enda þótt sagn-
fræðirit séu venjulega talin skírskota til raunverulegs heims (úthverf skír-
skotun) en skáldskapur til skáldaðs eða tilbúins heims (innhverf skírskotun),
véfengja sagnritunarsjálfsögur þessa skoðun með ýmsum textatengslum og
setja textaleika sagnfræðirita ennfremur í forgrunn56 – og sögumaður og les-
endur nálgast þá sögu sem sögð er í Hundadögum einmitt í gegnum „inn-
hverfar“ heimildir og texta.
53 Gérard Genette, Paratext: Thresholds of Interpretation, þýð. Jane E. Lewin, Cam-
bridge: Cambridge University Press, 1997 [1987 á frönsku], bls. 1.
54 Philippe Carrard, „Historiographic Metafiction, French Style“, Style 2/2014, bls.
181–202, hér bls. 185.
55 Linda Hutcheon, A Poetics of Postmodernism, bls. 124. Á ensku segir, „situate them-
selves within historical discourse, while refusing to surrender their autonomy as
fiction.“
56 Sama rit, bls. 141–157.