Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 131
BjöRN ÞóR VilHjálMSSoN
130
áfram mætti auðvitað telja en það sem mikilvægt er að hafa í huga er að
þegar löggjafarvaldið stígur fram á níunda áratugnum til að mæta „nýrri“
ógn (skaðlegar, hættulegar og spillandi kvikmyndir) þá er jafnframt um
gamla ógn að ræða. líkt og fyrr er gripið til barnaverndarsjónarmiða til að
draga fram þungann og alvöruna sem liggur málefninu til grundvallar, en
sömuleiðis er lagt til atlögu við tegund kvikmynda sem lengi höfðu verið
íslenskum siðapostulum og hugsjónarmönnum þyrnir í augum; þann menn-
ingarsnauða hroða sem ávallt hafði ofboðið einhverjum, erlenda óværu sem
ekkert erindi átti inn í íslenskt menningarsamhengi. Þetta voru kvikmyndir
sem höfðuðu aðeins til lægstu hvata áhorfenda, líkt og áfengi og fíkniefni, og
voru hættulegar í spillingarmætti sínum. Það er því ekki að undra að þegar
tekið er að ræða „ofbeldismyndir“ á níunda áratugnum þá sé ómurinn úr nær
sjö áratuga langri orðræðuhefð auðgreinanlegur; það sem nú voru kallaðar
„ofbeldismyndir“ höfðu áður gengið undir nöfnum á borð við „hneykslis-
myndir“ og „vítismyndir“. Þá er auðvitað vandfundinn táknrænni minnis-
varða um meintar hættur kvikmyndamiðilsins en sjálf tilvist bannlistans.
Í þessu samhengi var myndbandaleigan undarlegt og að sumu leyti var-
hugavert rými, og þessum rýmum fjölgaði sífellt – sem þýddi að eitrunaráhrif
ofbeldismyndanna seytluðu um flest íbúðahverfi landsins. Sátt var um að
ófremdarástand ríkti í þessum málaflokki, og það kallaði á ýtrustu viðbrögð
löggjafans. innleiðslu ritskoðunar á einni og aðeins einni listgrein, kvik-
myndinni. á öðrum áratug aldarinnar, þegar bæjarbúum ofbauð það sem
fram fór í kvikmyndahúsunum, var spurt, hvar er lögreglan? Í febrúar 1985
svaraði lögreglan kallinu með afdráttarlausum hætti. og það er í þessu ljósi
sem skoða verður bannlistann, ráðgáta sem hann annars er frá kvikmynda-
fræðilegu sjónarhorni. og hvers verðum við þá áskynja? gott ef það rennur
ekki upp fyrir okkur að þótt listinn sé vissulega vitnisburður um handahófs-
kenndar geðþóttaákvarðanir, inntar af hendi af fólki sem hafði til að bera
takmarkaðan skilning á kvikmyndum, þá sé skýringa á tilvist hans einmitt
að leita í langri sögu tortryggni í garð kvikmyndamiðilsins; tortryggni sem
magnast upp í nýju umhverfi myndbandaleigunnar og samlegðaráhrifum
framboðsins sem þar var á boðstólnum og fær svo enn meiri byr í krafti for-
dóma í garð tiltekinna tegunda kvikmynda – hrollvekjunnar, vísindaskáld-
skaparmyndarinnar, mannætumyndarinnar, ódýrra mynda sem rætur eiga
að rekja út fyrir meginstrauminn og kunna að vera talsettar eða frumstæðar
í samanburði við það sem jú alltaf er viðmiðið, Hollywood.
En allt var þetta nú í þágu barnanna.