Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 65
GuNNAR TómAS KRiSTóFERSSoN
64
að bíóið opnaði voru sýningar auglýstar af ,,Slökkvitóla” æfingu.85 En þetta
er jafnframt elsta varðveitta íslenska kvikmyndin og sýnir frá æfingu slökkvi-
liðsmanna í Reykjavík og þeim mannfjölda sem fylgdist með henni. myndin
hefur einfalda frásögn þar sem hún hefst á því að haldið er á æfinguna, tækin
sótt og æfingin skipulögð. Þá gengur mannskari með upp Bankastrætið, og
það er ljóst að áhugi viðstaddra er ekki síst á kvikmyndavélinni, og margir
stoppa til að horfa á þetta sérstaka tæki sem starir svo til baka, eða veifa
til þess. Kvikmyndavélin er því engan veginn ósýnilegur skrásetjari, heldur
miðpunktur athyglinnar sem fólk tekur eftir og á í samskiptum við. Æfingin
sjálf hefst á því að tveir menn sprauta úr slöngu áður en klippt er yfir á
bununa, svo er stigi prófaður og í kjölfarið haldið aftur niður Bankastrætið
á hlaupum. Það er mögulegt að verið sé að líkja eftir neyðartilfelli því í
næsta skoti er verið að dæla og sprauta úr slöngum og augljóst að mann-
skarinn heldur sig á tilteknu svæði fyrir utan æfinguna. Þetta er síðasta skot
myndarinnar og má því segja að enginn endir sé í raun á æfingunni innan
myndarinnar. Björn Ægir Norðfjörð hefur fjallað um myndina og tengir
hana við raunmyndir (e. actualities) eins og þær sem Lumière-bræður höfðu
gert við upphaf kvikmyndagerðar.86 Björn lýsir kvikmyndastílnum sem skrá-
setningarlegum frekar en að reynt sé að setja æfinguna í ákveðið samhengi
og sé því ekki mikið framlag til kvikmyndalistarinnar, en þeim mun mikil-
vægara í samhengi íslenskrar kvikmyndasögu.87 Lind og petersen tóku einn-
ig upp aðrar myndir af bæjarlífinu, en þær eru allar glataðar.88
fréttamyndari á mörgum merkum atburðum í Danmörku og á hinum Norðurlönd-
unum. Hann komst á samning hjá kvikmyndaframleiðanda í árhúsum árið 1909 og
þá fóru hjólin að snúast í ferli hans og fékk Lind fjölmörg verkefni, meðal annars við
að taka upp leiknar danskar myndir. Þegar hann fór að vekja athygli erlendis stofnaði
hann eigið kvikmyndafyrirtæki og hóf einnig að taka að sér verkefni víðar, meðal ann-
ars í Þýskalandi og á Ítalíu. Eftir að hljóðið kom til sögunnar fataðist Lind flugið og
náði sér í raun aldrei á strik aftur og fékk lítið sem ekkert að gera við gerð hljóðmynda.
Kjarkur hans og þrautseigja skinu þó í gegn í áætlunum hans um að stofna til sam-
evrópskrar framleiðslu á kvikmyndum til höfuðs stórmyndunum frá Ameríku – áætlun
sem náði þó aldrei í gegn, enda langt á undan sinni samtíð. Lind var einn virkasti og
virtasti kvikmyndagerðarmaður Dana á þögla skeiðinu en náði sér, eins og svo margir,
aldrei á strik við gerð hljóðmynda. Jan Nielsen, A/S Filmfabriken Danmark - SRH/
Filmfabriken Danmarks historie og produktion, Kaupmannahöfn: multivers, 2003 og
,,Alfred Lind“, Det danske Filminstitute Database, sótt 20. febrúar 2019 af https://www.
dfi.dk/viden-om-film/filmdatabasen/person/alfred-lind.
85 Ísafold, 24. 11. 1906, bls. 309.
86 Björn Ægir Norðfjörð, „iceland in Living pictures: A meeting-place of Cinema and
Nation“, Studia Humanistyczne AGH, 10/2011, bls. 169-183, hér bls. 170.
87 Björn Ægir Norðfjörð, „iceland in Living pictures“, bls. 171-172.
88 Erlendur Sveinsson, ,,Ísland í lifandi myndum: Fyrstu tveir áratugir aldarinnar í